Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 62
Steinar Guðmundsson, eigandi Bakkakotsvallar (t.v.), Gísli Snorrason og Magnús Steinarsson.
- ÁKVAÐ AÐ BÚA TIL GOLFVÖLL ÞÓTT HANN
HEFÐI ALDREl SPILAÐ GOLF
GRÆNAR FLATIR
BAKKAKOTSVALLAR
Texti og mynd: Styrmir Guðlaugsson
Steinar Guðmundsson verslunar-
maður fékk þá flugu í höfuðið fyrir
tæpum 4 árum, þegar hann var sest-
ur í helgan stein, að búa til golfvöll
þótt hann hefði aldrei leikið golf
sjálfur. Hann hófst þegar handa um
að hrinda áformum sínum í fram-
kvæmd og sumarið eftir, 1990,
mættu fyrstu kylfingarnir til leiks á
Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Ári síð-
ar var stofnaður Golfklúbbur Bakka-
kots og nú eru á skrá um 130 félagar.
REKSTURINN BYGGIST Á
ÁHUGAMENNSKU
Bakkakotsvöllur er níu holu, lög-
legur keppnisvöllur. Par vallarins eru
68 högg en verið er að lengja tvær
brautir þannig að innan skamms
verður parið 70 högg. Erfiðleikamat-
ið er 63 og virðist það standast nokk-
uð vel.
Um 7 þúsund manns skráðu sig
inn á Bakkakotsvöllinn í fyrra, að
sögn Magnúsar Steinarssonar, fram-
kvæmdastjóra vallarins og sonar
Steinars. „Á kvöldin rúlla 40-45
manns hérna í gegn og 60-70 um
helgar. Aldrei hefur myndast alvarleg
biðröð þannig að aðsóknin er hæfi-
leg að okkar mati."
Bakkakotsvöllur hefur þá sérstöðu
að hann er í einkaeign og aðstand-
endur hans njóta engra styrkja. Golf-
klúbburinn er kjölfesta starfseminn-
ar. Hann sér um allt sem snýr að golf-
íþróttinni sjálfri, mótshald,
unglingastarf ogfleira, en eigendurn-
ir um rekstur vallarins að öðru leyti.
„Við verðum bara að spjara okkur,"
segir Magnús. „En veltan er ekki það
mikil að hún skili okkur einhverjum
tekjum þannig að rekstur vallarins
verður að byggjast á áhugamennsku.
Við reynum að halda félagsgjöldum í
lágmarki en auk þeirra eru helstu
tekjurnaraf vallargjöldum gesta. Það
dugar okkur til að reka völlinn og
nauðsynleg tæki og greiða tveimur
starfsmönnum laun yfir sumartím-
ann."
Þeir feðgar, ásamt Gísla Snorra-
syni, tengdasyni Steinars, bera hitann
og þungann af umsjón með Bakka-
kotsvelli. Steinar er á staðnum nánast
alla daga og Magnús og Gísli, sem er
vallarstjóri, eyða flestum frístundum
sínum á veliinum. Þess utan eru tveir
62