Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 49

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 49
gildir því 10,54 sek. á rafmagni. Hins vegar eru met ekki lengur staðfest í spretthlaupum nema rafmagnstíma- taka sé viðhöfð. 400 m hlaup karla Ólíklegt er að annar Oddur Sig- urðsson komi fram á sjónarsviðið í bráð. Oddur var einstaklega mikið náttúrubarn. Hann hóf æfingar haustið 1978, þá 19 ára gamall, og hljóp 400 m á 47,4 sek. sumarið eftir, á sínu fyrsta keppnisári. Oddur fór fljótlega í nám til Texas og komst þar í hóp frábærra hlaupara og nýtti sér þær aðstæður mjög vel og setti Norð- urlandamet, 45,36 sek., í Austin árið 1984 sem stendurenn. Samtíða Oddi voru mjög frambærilegir hlauparar eins og Aðalsteinn Bernharðsson og Egill Eiðsson. Undanfarin ár hefur Gunnar Guðmundsson verið bestur og hefur hann verið nokkuð öruggur með að hlaupa undir 49 sek. Breidd- in er hins vegar mjög lítil og virðast fáir taka greinina alvarlega. Margir hafa hlaupið á um 51 sek. undanfarin ár án mikilla æfinga en hafa ekki verið tilbúnir að leggja á sig þær æf- ingar sem þarf til að hlaupa vel undir 50 sek. Fyrir tveimur árum hljóp t.d. 16 ára strákur á 51,2 sek. en hefur ekkert bætt sig síðan. Þetta er miður því 400 m hlaup á sér sterka hefð hér á landi. Oddur Sigurðsson, sem byrjaði að æfa frjálsíþróttir 19 ára gamall, á enn Norðurlandametið í 400 m hlaupi — 45,36 sek. 400 m hlaup karla sek. 45,36 Oddur Sigurðsson, KR '84 46,76 Bjarni Stefánsson, KR '72 47.1 Vilmundur Vilhjálmsson, KR '77 47,72 Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE '84 47,92 Cunnar Guðmundsson, FH '90 48,05 Egill Eiðsson, UÍA '87 48,0 Guðmundur Lárusson, A '50 48.1 Þórir Þorsteinsson, Á '55 48.2 Þorsteinn Þorsteinsson, KR '67 48,42 Erlingur jóhannsson, UMSK '85 íslandsmet Þorvaldar Þórssonar í 110 og 400 m grindahlaupi eru orðin 10 ára gömul. Grindahlaup karla Árangur í grindahlaupunum hefur staðið í stað undanfarin ár. Eftir að Ijóst var að Hjörtur Gíslason næði ekki metinu af Þorvaldi Þórssyni í stuttu grindinni hefur enginn ógnað metum hans. Jón Arnar Magnússon er sá eini sem á möguleika á því að slá metið í 110 m. grindahlaupi. Hann er hins vegar tugþrautarmaður, eins og flestir þeir sem skipað hafa efstu sætin á afrekaskrá hvers árs, og þarf að einbeita sér að fleiri greinum. Enginn virðist leggja grindahlaupin sérstaklega fyrir sig í dag. Á meðan svo er verða framfarir litlar. Nokkur dæmi eru um það að 400 m hlaupar- ar hafi snúið sér að grindinni með ágætum árangri, t.d. Aðalsteinn Bernharðsson og Egill Eiðsson. Eng- inn er reiðubúinn til að taka við af þeim í bráð og verður að telja að slakur árangur í 400 m um þessar mundirkomi niðurálöngugrindinni. 110 m grindahlaup karla sek. 14,36 Þorvaldur Þórsson, ÍR '83 14,62 Hjörtur Gíslason, KR '87 14,4 Gísli Sigurðsson, ÍR '84 14,72 Jón Arnar Magnússon, HSK '92 14,6 Pétur Rögnvaldsson, ÍR '57 14,7 Örn Clausen, ÍR '51 14,7 Valbjörn Þorláksson, Á '71 15,02 Stefán Þ. Stefánsson, IR '83 14,8 Ingi Þorsteinsson, KR '52 15,06 Þráinn Hafsteinsson, HSK '88 400 m grindahlaup sek. 51,38 Þorvaldur Þórsson, ÍR '83 51,8 Stefán Hallgrímsson, KR '75 52,23 Egill Eiðsson, KR '91 52,2 Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE '84 53,63 Hjörtur Gíslason, UMSE '90 54,4 Þráinn Hafsteinsson, HSK '83 54.6 Sigurður Björnsson, KR '60 54.7 Örn Clausen, ÍR '50 54,7 Borgþór Magnússon, KR '71 54,90 Aubunn Guðjónsson, HSK '90 100 m og 200 m hlaup kvenna Árangur í spretthlaupum kvenna hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarna tvo áratugi. Um 1970 fóru frjálsíþróttakonur almennt að æfa mun meira en áður og lét árang- urinn ekki á sér standa. Nefna má Ingunni Einarsdóttur og Láru Sveins- dóttur. Á eftir þeim fylgdu fjölmargar ágætar hlaupakonur. Miklar framfar- ir urðu þar til um miðjan nýjunda áratuginn þegar Svanhildur Kristjónsdóttir, þá aðeins 18 ára, setti núgildandi met í 100 m og 200 m. Eftir það gætti nokkurrar stöðnunar þó svo Helga Halldórsdóttir og Sús- anna Helgadóttir hafi staðið vel fyrir sínu. Það er ekki fyrr en á þessu ári sem spretthlaupin virðast vera að koma upp aftur og má nefna nýtt ís- landsmet í 4x100 m boðhlaupi því til staðfestingar. Sunna Gestsdóttir, 17 ára Húnvetningur, er helsta framtíð- arvonin en Guðrún Arnardóttir á mikið inni og á góða möguleika á að verða næsti methafi á báðum vega- lengdum. Snjólaug Vilhelmsdóttir er einnig að bæta sig en hennar aðal- grein er langstökk. Ekki má heldur afskrifa Súsönnu sem er mikil keppn- ismanneskja. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.