Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 47
AHEIMAVELLI
LYFIN GERÐU ÚT UM
ÞÝSKU DEILDINA
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að notkun ólöglegra lyfja meðal íþrótta-
manna hefur færst mjög í vöxt á síðustu
árum. Hver man t.d. ekki eftir mesta
lyfjahneyksli íþróttasögunnar þegar
Kanadamaðurinn Ben Johnson féll á
lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seoul og
því fjaðrafoki sem varð í kringum þýsku
hlaupadrottninguna Katarinu Krabbe?
En nú virðist sem svo að notkun ólög-
legra lyfja sé ekki lengur bundin við þá
sem leggja stund á einstaklingsíþróttir.
Haustið 1990 féllu Angelo Peruzzi (nú
markvörður Juventus) og Andrea Carn-
evale, leikmenn Roma, á lyfjaprófi ít-
alska knattspyrnusambandsins en þeir
höfðu notað tyf sem þeir sögðu koma í
veg fyrir að aukakíló hleddust á þá.
Frægustu lyfjahneykslin innan knatt-
spyrnunnar eru þó án nokkurs vafa mál
Argentínumannanna Claudio Caniggia
og Diego Maradona sem báðir féllu á
lyfjaprófi og reyndust hafa neytt kóka-
’íns. Maradona var ómyrkur í máli eftir
að Caniggia féll á lyfjaprófinu — sagði
þetta vera hefnd ítalskra knattspyrnuyf-
irt'alda á þeim Caniggia vegna ófara ít-
alska Iandsliðsins í HM 1990 en í þeirri
keppni var Maradona fyrirliði argen-
tínska landsliðsins og Caniggia skoraði
mark í leik gegn ftölum en það hafði
afdrifaríkar afleiðingar fyrir framvindu
keppninnar þar sem Argentínumenn
slógu ítali út í undanúrslitum.
Þjálfari Stuttgart, Cristoph Daum, hélt
því fram í fyrra að leikmenn liðs síns
hefðu neytt ólöglegra lyfja til þess að ná
sér fyrr og betur af meiðslum. í kjölfar
þess voru lyfjareglur innan þýska bolt-
ans hertar mjög — í raun svo mikið að
þær skiptu sköpurn um úrslit síðastlið-
ins keppnistímabils í Þýskalandi.
I leik ársins í Þýskalandi áttust við
Werder Bremen og Bayern Milnchen.
Markvörður Bæjara og fyrirliði liðsins,
Raimond Aumann, hafði verið með
mikla tannpínu og þurfti að taka kvalast-
illandi lyf vegna þess. Þau lyf reyndust
vera á bannlista hjá þýska knattspyrnu-
sambandinu þannig að Aumann gat ekki
leikið þennan mikilvæga leik. Ungur
strákur stóð því í markinu og fékk á sig
fjögur ódýr mörk — mörk sem reyndust
hafa úrslitaþýðingu þegar upp var stað-
ið í þýsku deildarkeppninni — no pain
no gain!
NOKKRAR STAÐREYNDIR ÚR ENSKU ÚRVALSDEILDINNI
* Brian Deane skoraði fyrsta markið í úrvalsdeildinni þegar hann gerði fyrra mark
Sheffield United gegn Manchester United í 2-1 sigri liðs síns á fjórðu mínútu leiksins.
* Mesti áhorfendafjöldi á einum leik var þegar Liverpool vann Everton 1-0, 44.619.
* 7-1 sigur Blackburn á Norwich var stærsti sigur liðsins í 30 ár.
* í 4-1 sigri Liverpool á Middlesboro skoraði Ian Rush 200. markið á ferlinum.
* Sektin, sem Vinny Jones fékk fyrir ráðgjöf myndbandsins „Soccer’s Hard Men“, er sú
þyngsta sem enskur fótboltamaður hefur fengið — eða tæpar tvær milljónir króna.
* Fyrstu þrennu síðasta tímabils gerði Frakkinn Eric Cantona í 5-0 sigri Leeds gegn
Tottenham.
* Norwich endaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og tryggði sér þátttökurétt í Evrópu-
keppni félagsliða, þrátt fyrir að vera með markatölu í mínus, 61-65.
* Andy Turner, framherji Tottenham, er yngsti leikmaðurinn sem hefur gert mark í
úrvalsdeildinni. Hann skoraði gegn Everton, 5. september sl., þá 17 ára og 166 daga gamall.
* Úrvalsdeildarlið ársins í ensku knattspyrnunni erskipað eftirtöldum leikmönnum: Peter
Schmeichel (Man. Utd.), David Bardsley (QPR), Tony Dorigo (Leeds), Gary Pallister (Man.
Utd.), Paul McGrath (A. Villa), Roy Keane (Nott. Forest), Paul Ince (Man. Utd.), Gary Speed
(Leeds), Alan Shearer (Blackburn), Ian Wright (Arsenal) og Ryan Giggs (Man. Utd.).
UREVFILl
68 55 22
Opið allan sólarhringinn, staðsettir á 24 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Höfuðborgarsvæöið,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Fjögurra farþega bílar: 3.900 kr.
Fjögurra - átta farþega bílar: 4.700 kr.
4—5—6—8 farþega
47