Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 41
Út frá samningi mínum við Arsen-
al, vegna tryggingarmálanna, get ég
leikið hvar sem er í heiminum, að
Englandi undanskildu. Ef svo færi að
ég léki þar þá þyrfti það lið, sem ég
gengi til liðs við, að gera upp þær
tryggingabætur sem greiddar hafa
verið vegna mín. En ég er laus allra
mála við Arsenal og get samið sjálfur
við þau lið sem myndu hafa áhuga."
— Hvernig myndirðu lýsa sjálfum
þér?
„Eg á kannski erfitt með að dæma
um kosti mína og galla. Eins og mér
leið í fyrra veitég að ég var hundleið-
inlegur. Ég tók erfiðar ákvarðanir,
kom heim og spilaði meiddur, þann-
ig að mér leið ekki vel og þetta lagðist
á sálina. Mér líður miklu betur nú,
bæði andlega og líkamlega, en ífyrra
og það er vonandi að áframhald
verði þar á. Ég held að ég geti ekki
sagt annað en að ég sá ánægður með
lífið og tilveruna eins og staða mála
er nú."
— Hverjir eru framtíðardraumar
þínir?
„Ég geri mér alveg grein fyrir þvíað
ég verð ekki heilaskurðlæknir eða
lögfræðinguren ég veit þó að égverð
að afla mér einhverrar menntunar og
á það stefni ég í framtíðinni. Enn-
fremur vonast ég til að fjölskyldan
dafni vel og verði heilbrigð.
Hvað varðar knattspyrnuhliðina
dreymir mig um að ég nái einhverj-
um hátindi á ferli mínum. Ég vil ekki
að fólk tali um þau mistök sem ég
kann að hafa gert á mínum atvinnu-
mannaferli eða hvað ég hefði getað
gert. Ég vil að fólk tali um hvað ég
gerði vel. Ég hef metnað til að standa
mig vel og ég veit að ég á mikið inni
og ég er tilbúinn til að þess að sýna
hvað í mér býr."
Á LÍNUNNI
jón Oddson,
frjálsíþróttamaður
Eldistu ekkert með
aldrinum, jón?
(Jón Oddsson er 35 ára gamall en
er alltaf að bæta sig)
„Auðvitað eldast allir en það er
hægt að gera ýmislegt til að halda
líkamanum í góðu formi og menn
endast nú lengur í keppnisíþróttum
en áður var almennt álitið að væri
hægt.
Það fer þó allt eftir því hvað á und-
an er gengið hvort menn geti bætt sig
komnir á þennan aldur; hvað þeir
hafa lagt mikið á sig í greininni áður
og hversu góðum árangri þeir hafa
náð. Ef þeir átta sig ekki á því fyrr en
eftir þrítugt, eins og ég, hvernig á að
æfa til að ná árangri þá hljóta þeir að
geta bætt sig.
Ég hætti að spila fótbolta eftir sum-
arið 1989 og þá fór ég að stunda
frjálsíþróttir sem aðalgrein. Síðan
hafa æfingarnar farið stigvaxandi og
ég æfði til dæmis vel í vetur. Ég ein-
beiti mér fyrst og fremst að langstökki
en stekk I íka þrístökk. f vetu r stökk ég
7,64 metra í langstökkinu og setti
markið á að vera nokkuð öruggur á
7,50 metrum í keppni og stefndi að
því að ná 7,80 metrum í sumar. En ég
æfði of mikið og þá koma álags-
meiðslin. Árangurinn hefur því ekki
verið góður í sumar og núna bíð ég
eftir því að ökklinn lagist þannig að
ég geti tekið almennilega á.
Ætli það sé ekki metnaður sem
heldur mér gangándi og svo hef ég
svo gaman af þéssu. Ef menn hafa
ekki átt við þrálát meiðsli að stríða og
lifa heilbrigðu lífi geta þeir náð ár-
angri og bætt sig fram eftir öllum
aldri. Ég stefni ótrauður að því að
bæta mig enda er ég nýbyrjaður að
æfa frjálsar. Ég er ekki dauður enn og
meðan ég hef gaman af þessu held ég
áfram. Ég á von á því að vera ennþá
að eftir fertugt og stefni alveg eins að
því að verða heimsmeistari öldunga.
Aldur er engin fyrirstaða fyrir því
að ná árangri í íþróttum og ég hef oft
sagt að ég taki knattspyrnuskóna
fram þegar mig langar til að byrja
aftur."
Einar Kristjánsson Islandsmeistari í
hástökki.
Einar Kristjánsson
hástökkvari
Hvað ætlarðu hátt,
Einar?
(Einar Kristjánsson á íslandsmet-
ið í hástökki, 2,16 metra.)
„Ég ætla að minnsta kosti eitthvað
yfir 2,20 metra á ferlinum en í sumar
stefni ég að því að bæta mig eitthvað
án þess að ég sé með ákveðna hæð í
huga. I vor keppti ég mikið og var
nálægt mínu besta, náði 2,13 metra
stökki.
Mér líst vel á sumarið en satt að
segja hef ég ekki getað gefið mér
nógu mikinn tíma fyrir æfingar að
undanförnu því ég er alltaf að vinna.
En ég stefni að því að vera sterkur í
bikarnum íágúst oggetvonandi sleg-
ið metið.
Sentímetrunum hefur jafnt og þétt
verið að fjölga. Fyrir fimm árum átti
ég 2,07 metra og síðan bætti ég
árangurinn smám saman upp í 2,16
metra.
Já, það er rétt að ég hef ekki mikla
keppni hér heima. En þegar Gunn-
laugur Grettisson, sem átti metið,
nennir að æfa getur hann veitt mér
keppni. Viðeigum þrjáeða fjóraefni-
lega stráka í hástökkinu en þeir eiga
enn talsvert í þessa hæð sem ég
stekk."
41