Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 18
Anna María er 23 ára Keflvíkingur og ein besta körfuknatt- leikskona landsins. Hún hefur 9 sinnum orðið íslands- og bik- armeistari með liði sínu, ÍBK, og leikið 25 landsleiki fyrir fslands hönd. Fyrsta lands- leik sinn lék hún 1986, aðeins 16 ára. 1988 og1989 varhún valin körfuknattleiks- kona ársins og hefur verið í „liði ársins" alveg síðan, nema sfðastliðið tímabil, en á lokahófi KKÍ var hún af dómurum val- in í „ólétta liðið". Anna María hefur jafnan verið stigahæst í liði sínu, hvort sem um hefur verið að ræða félagslið eða landslið og var valin íþróttamaður Kefla- víkur1988. Anna Ma- ría þykireinnig liðtæk knattspyrnukona og lék m.a. bikarúrslita- leik með ÍBK gegn ÍA 1991. Síðastl iðið haust hóf Anna María að leika með ÍBK, eins og svo oft áður. Að þessu sinni lék hún þó aðeins hálft tímabilið því 21 .aprfl sl. eignuðust hún og unnusti hennar, Brynjar Hólm Sigurðsson, soninn Hafliða Má. Anna María lék körfubolta þartil hún var komin fjóra og hálfan mánuð á leið, eða fram að áramótum. Seinni hluta mótsins var hún á bekknum og hvatti félagana áfram. Keflavíkurstelpurnar urðu bæði íslands- og bikarmeistarar í vet- ur og þó að Anna María hafi ekki leikið með í lokin átti hún stóran þátt í velgengninni, bæði innan vallar og utan. Anna María er nú farin að miðla af reynslu sinni og þekkingu varð- andi körfubolta og þjálfar ungar Anna María Sveinsdóttir ásamt Hafliða Má. EKKI EINS MIKIL PRESSA A MER OG OFT ÁÐUR" ANNA MARIA SVEINSDOTTIR stelpuríKeflavík. Þaðerekki amalegt að hafa slíkan þjálfara! — Var óhætt að leika körfubolta þar til þú varst komin fjóra og hálfan mánuð á leið? „Já, það var í samráði við lækni. Auk þess spilaði ég öruggt og tók engar áhættur. Undir lokin færði Siggi þjálfari migá kantinn þvíþarer ekki eins mikið um samstuð." — Hvað sagði læknirinn við því að þú spilaðir svona lengi? „Hann sagði að það væri allt í lagi og að líkaminn myndi segja til um hvenær væri komið nóg. Svo sagði hann að fóstrið væri það vel varið að ef ég tæki engar óþarfa áhættur væri ekkert athugavert við að ég héldi áfram að spila í u.þ.b. 20 vikur." — Hvaða mun fannst þú á þér að spila ófrísk, getulega séð? „Mér fannst ég hafa miklu minna þol. Fyrst þegar við byrjuðum fannst mér vera komin í góða æfingu en svo minnkaði þolið. Ég varð miklu lélegri í öllum sprettum og undir lokin tókég lítinn þátt í hraðaupp- hlaupum. Ég tók ein- ungis fráköstin og gaf svo boltann." — Varstu hrædd þegar þú varst að spila? „Nei, mérfannstég alltaf vera að spila af öryggi." — Hélstu áfram að veraalltíöllu íliðinu? „Nei, ég gerði ekki eins mikið og ég er vön að gera en ég held samt að ég hafi gert alveg nóg fyrir liðið. Auk þess vorum við með fullt af stelp- um sem gátu skorað, þannig að það var ekki eins mikil pressa á mér og oft hefur verið." „Að byrja! Koma sér af stað aftur." — Hvernig heldur þú að þér gangi að sameina körfubolt- ann og barnauppeldi? „Ég geri mitt besta og með stuðningi frá manninum mínum og fjölskyldu hlýtur þetta að ganga upp. Ég byrja bara strax á að venja Hafliða við íþróttahúsið." — Er búið að skrá soninn í ÍBK? „Nei, en það verður gert fljótlega. Svo er hann búinn að fá bolta, körfu og Jordan skó, þannig að hann getur farið að æfa..." — VerðurAnnaMaríaátoppnum næsta ár? „Já, stefna ekki allir að því?" — Ætlar þú að endurvinna sæti þitt í landsliðinu? „Já, ég stefni að því að fara á Prom- otion cup á Kýpur um jólin." — Hvað vilt þú ráðleggja ungum íþróttakonum? A að hætta um tvítugt og snúa sér að barnauppeldi og heimilisstörfum? „Ef ég tala bara fyrir mig þá ætla ég að reyna að hanga í þessu eins lengi og ég get og á meðan ég get eitthvað. Það er ekkert sem segir að maður eigi að hætta á einhverjum vissum aldri eða eftir að maður hefur eignast barn heldur ræðst það fyrst og fremst af getu og vilja hvers og eins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.