Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 35
um með sigur af hólmi og var það
ánægjulegt.
Frá þeim tíma, sem ég var hjá Shef-
field, er mér eftirminnilegt að við vor-
um í sífelldri botnbaráttu og flestir
leikir bölvað basl. Síðan eru mér
minnisstæðir leikir mínir með lands-
liðinu. Það er alltaf gaman að leika
landsleiki og sigrar eins og gegn
Spánverjum á Laugardalsvellinum
eru mér ógleymanlegir."
— Eru enskir fljótir að snúa baki
við þeim sem meiðast?
„Við þessu er ekki hægt að gefa
algilt svar. Sú meðferð, sem ég fékk
hjá þeim félögum mínum á Englandi,
var mismunandi. Menn vildu alltfyrir
mig gera þegar ég var hjá Arsenal en
sömu sögu er þó ekki að segja frá
Sheffield. Þegarég var þar varég með
verki í náranum og liðið vísaði mér á
sérfræðinga sem gátu ekki fundið
hvað var að mér. Síðar komst ég að
því að þetta voru engir sérfræðingar í
læknavísindunum. Eftir að hafa átt í
þessum meiðslum í tíu mánuði hafði
ég sjálfur upp á sérfræðingi í London
Sigurmon kysstur í klessu eftir að
hafa komið skilaboðunum áleiðis.
og við skoðun hjá honum kom í Ijós
að ég hafði verið kviðslitinn í tíu
mánuði. Ég var skorinn strax og fjór-
um vikum síðar var ég byrjaður að
spila að nýju. Eftir þetta var ég búinn
að fá mig fullsaddan af því að vera í
Sheffield.
Mér varólíkt beturtekið hjá Arsen-
al. Félagið hafði keypt mig fyrir
500.000 sterlingspund og í raun fjár-
fest í mér. Það var því jafnt minn
hagur og félagsins að ég næði mér af
meiðslunum. Þeir reyndu að gera
það sem þeir gátu fyrir mig en ég fékk
mig aldrei almennilegan af bak-
meiðslunum og sá því þann kost
vænstan að hvíla mig á þessu."
— Ekki er hægt að segja að þú hafir
sloppið við meiðsli á þi'num ferli í
fótboltanum. Hvernig tilfinning er
það að eiga við sífelld meiðsli að
stríða og geta ekki gert það sem þú
hefur unun af — að spila fótbolta?
„Það er náttúrlega erfitt að kyngja
því að geta ekki beitt sér á fullu í því
sem maður hefur áhuga á að gera og
hefur metnað til að standa sig í.
Þetta er einnig mikið andlegt álag
á manni. Ég er það mikill skapmaður
Laugardalsvellinum fyrir nokkrum
árum. Hafði það mikil áhrif á
ferilinn?
„Nei, ég held ekki. Mistök mín í
þessu tiltekna tilviki voru fyrst og
fremst reynsluleysi. Ég var að reyna
að sóla Souness með því að reyna að
setja boltann milli fóta hans. Þá kom
hann fljúgandi með báðar fæturna á
undan sér og beint í mig. Hann var
frægur fyrir að spila fast og ég veit
„HONUM FINNST BEINLÍNIS
KARLMANNLEGT OG FLOTT AÐ MEIÐA
ANDSTÆÐINGA"
að ég sætti mig ekki við þetta þegj-
andi og hlióðalaust og á það þá
kannski til ao láta skapiðbitna á þeim
sem síst skyldi."
— Hvernig kemur þú út,
fjárhagslega séð, eftir
atvinnumennskuna?
„Eftir að ég neyddist til þess að
hætta hjá Arsenal hefégfengið bætur
frá tryggingarfélagi en allir leikmenn
Arsenal-liðsins eru tryggðir fyrir
meiðslum.
Það eru dágóðir peningar í enska
boltanum og þá sérstaklega hjá bestu
leikmönnunum. Hvað mig persónu-
lega varðar kem ég ágætlega út úr
þessu. Ég hef haft það ágætt en er
langt frá því að vera einhver millj-
ónamæringur."
— Nú er það mörgum í fersku
minni þegar Greame Souness braut
illilega á þér í landsleik á
núna að ég hefði átt að losa mig við
boltann miklu fyrr.
Souness var á þessum tíma í uppá-
haldi hjá mér og það breyttist svo
sem ekkert eftir þetta — hann var
virkilega góður þegar hann var upp á
sitt besta. Ég fer sjálfur oft fast í tækl-
ingar en alltaf með því hugarfari að
ná boltanum. Ég einset mér aldrei að
meiða andstæðinginn viljandi en
hann gerði það stundum á sínum
ferli. Enda höfðu enskir fjölmiðlar
samband við mig eftir þetta atvik og
buðu mér talsverðar upphæðir fyrir
að tjá mig um þá meðferð sem ég
fékk frá Souness, en ég lét það alveg
vera."
— Er einhvem tímann rætt um við
leikmenn að meiða
andstæðingana?
„Nei. Allavega varð égekki var við
það hjá þeim liðum sem ég spilaði
„Allt í plati! Það er ég sem er bestur í fótbolta." Sigurmon kátur í fangi
foreldranna.
35