Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 52
I POKAHORNINU
Eftirlætisíþróttamaiurinn
Jóhann Ingibergsson
langhlaupari úr FH
„Uppáhalds íþróttamáðurinn
minn ér frjálsíþróttamaðurinn Carl
Lewis enda langt síðan að ég byrj-
aði að fylgjast með afrekum hans á
íþróttasviðinu. Hann er búinn að
keppa á þrennum Ólympíuleikum
og hefur náð stórkostlegum árángri
í geghum tíðina. Það er örugglega
langt þangað til að annar eins
íþróttamaður og Carl Lewis iætör
Ijós sitt skína enda ekki auðvelt að
vera á toppnum jafn lérrgi og hann
hefur vi'rið/’
FYRSTIVERÐLAUNA-
PENINGURim
Flosi Jónsson frjálsíþróttamaður
Flosi Jónsson er mörgum íþrótta-
áhugamönnum að góðu kunnur.
Kraftlyftingar og frjálsíþróttir hafa
nánast verið hans ær og kýr í rúmlega
20 ár og hefur hann unnið til fjöl-
margra verðlauna. Flosi gerði sér lítið
fyrir síðastliðinn vetur og setti ís-
landsmet í langstökki innanhúss, án
atrennu, stökk þá 3,45 metra og bætti
þar með enn einum verðlaunapen-
ingnum í sarpinn.
En er erfitt fyrir íþróttamann sem
hefur fengið á annað hundrað verð-
launapenínga á ferlinum að rifja upp
hvenær fyrsti verðlaunapeningurinn
var hengdur um háls hans? „Nei,
maður man alltaf eftir því. Það var
árið 1969 en þá tók ég þátt í Reykja-
víkurmótinu í lyftingum í Háloga-
landinu gamla og keppti ísvokallaðri
fluguvigt. Ég sigraði í mínum flokki
og hlaut þar með gullpening að laun-
um — minn fyrsta verðlaunapening.
Þetta er vandaður verðlaunapening-
uroggullhúðin slitnar ekki þóttmað-
ur pússi hann. Það er ekki hægt að
segja að peningurinn sé neitt sérstakt
stofustáss á mínu heimili — við skul-
Flosi Jónsson.
um bara segja að hann sé geymdur á
góðum stað. Síðan vann ég næstu
verðlaunapeningana mína strax árið
eftir og þeir eru orðnir rúmlega
hundrað í dag."
Rúmlega hundrað verðlaunapen-
ingar á íþróttaferli þykir víðast hvar
gott en hyggst Flosi bæta frekar í
drjúgt safnið? „Ég stefni nú reyndar
að því að fjölga þeim enn frekar því í
janúar á næsta ári ætla ég að reyna að
bæta íslandsmetið. Takmarkið er að
stökkva 3,50 metra. Það verður að
vísu hörð samkeppni því margir ung-
ir og efnilegir stökkvarar eiga eftir að
veita mér harða keppni. Svo er það
víst alveg á hreinu að snerpan eykst
ekki með árunum þannig að ég sé
fram á stífar æfingar til að ná settu
marki og tel þær ekki eftir mér meðan
ég hef gaman af þessu. Svo er félags-
skapurinn skemmtilegur í kringum
íþróttirnar, þannigað þaðeraldrei að
vita nema verðlaunapeningarnir
verði enn fleiri."
Eftirminnilegasta
AUGNABLIKIÐ
Magnús Már Ólafsson
sundkappi
„Sú stund, þegar ég setti mitt fyrsta
íslandsmet, er sérstaklega ofarlega í
huganum. Það var í Kalott-keppninni
árið 1985 að ég náði þeim merka
áfanga í 100 metra skriðsundi. Ég
man að hálfum mánuði áður hafði ég
bætt mig talsvert og var mjög nálægt
metinu en vantaði samt herslumun-
inn. Það var því einstaklega ánægju-
legt og einnig mjög eftirminnilegt að
slá metið í þessari Kalott-keppni. Það
er auðvitað alltaf gaman að setja ís-
landsmet en Ijóminn í kringum fyrsta
metið er sérstaklega mikill. Þetta
skipti mig jafnframt mjög miklu máli
því þegar maður er einu sinni kom-
inn á bragðið verður ekki aftur
snúið."
52