Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 52

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 52
I POKAHORNINU Eftirlætisíþróttamaiurinn Jóhann Ingibergsson langhlaupari úr FH „Uppáhalds íþróttamáðurinn minn ér frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis enda langt síðan að ég byrj- aði að fylgjast með afrekum hans á íþróttasviðinu. Hann er búinn að keppa á þrennum Ólympíuleikum og hefur náð stórkostlegum árángri í geghum tíðina. Það er örugglega langt þangað til að annar eins íþróttamaður og Carl Lewis iætör Ijós sitt skína enda ekki auðvelt að vera á toppnum jafn lérrgi og hann hefur vi'rið/’ FYRSTIVERÐLAUNA- PENINGURim Flosi Jónsson frjálsíþróttamaður Flosi Jónsson er mörgum íþrótta- áhugamönnum að góðu kunnur. Kraftlyftingar og frjálsíþróttir hafa nánast verið hans ær og kýr í rúmlega 20 ár og hefur hann unnið til fjöl- margra verðlauna. Flosi gerði sér lítið fyrir síðastliðinn vetur og setti ís- landsmet í langstökki innanhúss, án atrennu, stökk þá 3,45 metra og bætti þar með enn einum verðlaunapen- ingnum í sarpinn. En er erfitt fyrir íþróttamann sem hefur fengið á annað hundrað verð- launapenínga á ferlinum að rifja upp hvenær fyrsti verðlaunapeningurinn var hengdur um háls hans? „Nei, maður man alltaf eftir því. Það var árið 1969 en þá tók ég þátt í Reykja- víkurmótinu í lyftingum í Háloga- landinu gamla og keppti ísvokallaðri fluguvigt. Ég sigraði í mínum flokki og hlaut þar með gullpening að laun- um — minn fyrsta verðlaunapening. Þetta er vandaður verðlaunapening- uroggullhúðin slitnar ekki þóttmað- ur pússi hann. Það er ekki hægt að segja að peningurinn sé neitt sérstakt stofustáss á mínu heimili — við skul- Flosi Jónsson. um bara segja að hann sé geymdur á góðum stað. Síðan vann ég næstu verðlaunapeningana mína strax árið eftir og þeir eru orðnir rúmlega hundrað í dag." Rúmlega hundrað verðlaunapen- ingar á íþróttaferli þykir víðast hvar gott en hyggst Flosi bæta frekar í drjúgt safnið? „Ég stefni nú reyndar að því að fjölga þeim enn frekar því í janúar á næsta ári ætla ég að reyna að bæta íslandsmetið. Takmarkið er að stökkva 3,50 metra. Það verður að vísu hörð samkeppni því margir ung- ir og efnilegir stökkvarar eiga eftir að veita mér harða keppni. Svo er það víst alveg á hreinu að snerpan eykst ekki með árunum þannig að ég sé fram á stífar æfingar til að ná settu marki og tel þær ekki eftir mér meðan ég hef gaman af þessu. Svo er félags- skapurinn skemmtilegur í kringum íþróttirnar, þannigað þaðeraldrei að vita nema verðlaunapeningarnir verði enn fleiri." Eftirminnilegasta AUGNABLIKIÐ Magnús Már Ólafsson sundkappi „Sú stund, þegar ég setti mitt fyrsta íslandsmet, er sérstaklega ofarlega í huganum. Það var í Kalott-keppninni árið 1985 að ég náði þeim merka áfanga í 100 metra skriðsundi. Ég man að hálfum mánuði áður hafði ég bætt mig talsvert og var mjög nálægt metinu en vantaði samt herslumun- inn. Það var því einstaklega ánægju- legt og einnig mjög eftirminnilegt að slá metið í þessari Kalott-keppni. Það er auðvitað alltaf gaman að setja ís- landsmet en Ijóminn í kringum fyrsta metið er sérstaklega mikill. Þetta skipti mig jafnframt mjög miklu máli því þegar maður er einu sinni kom- inn á bragðið verður ekki aftur snúið." 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.