Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 60

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 60
stórmeistaraárangri a.m.k. einu sinni á hverjum þremur árum. „Þetta ákvæði er af hinu góða því við verð- um þá að tefla og ná árangri," segir Jón L. Hann bendir hins vegar á að á síðustu árum hafi orðið erfiðara að komast á sterk mót en áður og verð- launaupphæðirfarið lækkandi vegna þess sem hann kallar „innrásina að austan". Fjöldi skákmeistarafrá Aust- ur-Evrópu sækist eftir því að tefla á mótum á Vesturlöndum og þeir sætta sig auk þess við að tefla þar sem lágar verðlaunaupphæðir eru í boði. En finnst honum réttlátt að afreks- menn í skák fái laun fyrir að iðka íþrótt sína en ekki afreksmenn í öðr- um íþróttagreinum? „Það má alltaf um það deila hverjir eigi að fá laun og hverjir ekki. Skákin hefur alltaf notið mikillar sérstöðu á íslandi ogviðerum snjallirskákmenn þó að ég segi sjálfurfrá. Að ná 5. og6. sæti á Ólympíumótum af fleiri en eitt hundrað þjóðum segir sitt um það. Svo má benda á að Skáksamband Islands og skákhreyfingin í heild fær engar sambærilegar tekjur eins og Friðrik Ólafsson hefur afsalað sér stórmeistaralaunum. íþróttahreyfingin hefur til dæmis af lottóinu. Það væri því frekar að við skákmenn ættum að öfunda íþrótta- mennina. Þetta eru líka lágar upp- hæðir sem stórmeistarar í skák fá frá ríkinu án þess þó að égsé að gera lítið úr því." INGI BJÖRN ALBERTSSON: „ÉG ÆTLA AÐ HALDA ÁFRAM" „Ég sé ekki eftir peningunum til stórmeistaranna meðan þeir eru keppnismenn en íþróttir hugans og aðrar íþróttir eiga að sitja við sama borð," segir Ingi Björn Albertsson, al- þingismaður, sem hefur verið að berjast fyrir stofnun sjóðs til að styrkja afreksmenn í íþróttum. „íþróttahreyfingin á það skilið að rík- isvaldið styrki afreksmennina. Við týnum allt of mörgum á leiðinni sem gætu með stuðningi orðið afreks- menn í sinni grein." Ingi Björn segir stjórnvöld í raun og veru ekki hafa neina stefnu varð- andi afreksíþróttir. "En svona sjóður gæti verið fyrsta skrefið í þá átt." Ýmsir hafa bent á að íþróttahreyf- ingin ætti sjálf að sjá alfarið um að styrkja afreksmennina ekki síst þar sem hún hefði yfir að ráða öflugum fjáröflunarleiðum. „Það er gömul lumma að benda á lottóið og get- raunirnar því þessar fjáröflunarleiðir eru hugarfóstur íþróttahreyfingarinn- ar sjálfrar þótt þær hafi verið lög- verndaðar," segir Ingi Björn. En hvers vegna breytti hann því ákvæði í frumvarpinu að miða fram- lagið í sjóðinn við laun fjögurra há- skólakennara í stað fjörutíu? „Ég ákvað að breyta frumvarpinu því að það var greinilega ekki vilji fyrir svo háu framlagi. Ég mat það þannig að mikilvægast væri að koma þessum sjóði á laggirnar og reyna svo að efla hann í framtíðinni." Ingi Björn segistekki hafa lagtárar í bát við að reyna að koma lögum um sjóð til að styrkja efnilega íþrótta- menn í gegnum þingið. „Ég ætla að halda áfram að reyna að koma þessu máli í gegnum þingið en áhuginn þar er ekki mikill," segir hann. „Hann einskorðast nánast við ræður á tyllidögum en þá vilja allir styðja við bakið á íþróttahreyfing- unni." BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastœði fyrir alla! Gjaldskylda í stöðumælana er frá 10-17, mánudaga til föstudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.