Íþróttablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 15
Kristín Arnþórsdóttir sló á létta
strengi fyrir nokkrum árum með
þessum hætti.
RAGNALÓA
STEFÁNSDÓTTIR
Ragna Lóa er 27 ára Akurnesingur
en býr í Árbænum í Reykjavík ásamt
sambýlismanni sínum, Birni Bjart-
marz „súpersöb" úr Víkingi, og syni
sínum, Stefáni Kára. Ragna Lóaerein
EFTIR
BOLTA KEMUR
BARN!
besta knattspyrnukona landsins og
hefur á knattspyrnuferlinum unnið til
7 íslands- og bikarmeistaratitla með
liðum sínum ÍA og Stjörnunni. Hún
hefur einnig leikið 8 A-landsleiki og
verið í kvennalandsliðinu síðan
1985. Ragna Lóa var í „liði ársins"
1992 og hefur um margra ára skeið
hrellt sóknarmenn með hraða sínum
ogkrafti. Ragnaereinnigmjög góður
knattspyrnuþjálfari en konum, sem
þjálfa knattspyrnu, fer stöðugt fjölg-
andi. Hún þjálfaði m.fl.kv. hjá IA
1990, 3.fl.kvenna hjá Stjörnunni '91
og '92 og þjálfar nú í knattspyrnu-
skóla Stjörnunnar drengi 8 ára og
yngri. Við þjálfunina nýtir Ragna sér
menntun sína en hún er nýútskrifuð
fóstra frá Fósturskóla íslands og hefur
auk þess sótt flest þjálfaranámskeið
sem Knattspyrnusamband íslands
hefur staðið fyrir.
Haustið '92 hóf Ragna Lóa undir-
búningstímabilið með Stjörnunni af
miklum krafti. Hún var ákveðin í að
æfa á fullu og taka komandi tímabil
meðtrompi... En sumtferöðruvísi en
ætlað er og í desember vissi Ragna að
hún væri ófrísk. Hún hélt þó áfram að
æfa og17.janúar sl. varð hún Islands-
meistari innanhúss með Stjörnunni,
þá komin þrjá og hálfan mánuð á
leið. Eftir það hætti hún að æfa og
fylgist nú með frá hliðarlínunni.
Hvernig er fyrir keppnismann-
eskju eins og þig að fylgjast með frá
hliðarlínunni?
— „Rosalega erfitt en ég hugsa
alltaf með mér að þegar ég verð búin
að eiga og komin aftur á fullt eigi þær
þetta allt eftir."
— Nú æfðir þú og spilaðir komin
þrjá og hálfan mánuð á leið. Var það
óhætt?
„Ekkert er alveg óhætt, alveg sama
hvað þú ert að gera. Er óhætt að
ganga yfir götu? Þú getur dottið og
orðið fyrir bíl. í fótboltanum er ég að
gera hluti sem ég er vön að gera og
sem ég kann. Ég held að fólk telji
hættuna meiri en hún er, t.d. á að fá
boltann í magann eða lenda í sam-
stuði. Þú spilar öðruvísi þegar þú ert
ófrísk, tekur ekki áhættur og spilar af
öryggi. Þeir, sem þekkja mig, sáu aðá
íslandsmótinu spilaði ég ekki eins og
ég er vön. Ég var yfirvegaðri, snið-
gekk samstuð og tók engar áhættur."
— Hvernig var að spila ófrísk?
„Ég fann fyrir því að jafnvægið
raskaðist. Eftir gabbhreyfingu varð ég
að taka aðra tiI baka tiI að koma mér í
jafnvægi aftur. Það hlýtur að hafa
verið sprenghlægilegt að sjá mig
vagga svona fram og aftur."
— Hvernig fannst hinum stelpun-
um í liðinu að hafa þig ófríska með á
æfingum?
„Þeim fannst það alveg sjálfsagt.
Þær pössuðu sig þó og fóru ekki í mig
af sama krafti og áður."
— En andstæðingunum?
„Ég fann ekki fyrir að neinn tæki
15