Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 5
-3-
FORMÁLI
Þ. 6. september 1976 var haldinn fundur hjá Rannsóknastofnun landbúnaöar-
ins á Keldnaholti, þar sem fjallaó var um kartöfluvandamál. Á þennan fund
voru boðaðir ýmsir sárfræðingar og ráðunautar, sem tengdir eru ýmsum sviðum
kartöfluræktunar. Var samþykkt, að þessir menn mynduðu með sér samstarfshóp,
er kanna skyldi vandamálin og vinna að úrlausn þeirra.
Með stofnun fyrrnefnds samstarfshóps hafa menn ef til vill búist við, að
nú yrðu gerð stórátök í kartöflurannsóknum. Þeir menn, sem skipa hópinn, eru
hins vegar allir bundnir í öðrum verkefnum, og enginn þeirra getur helgað sig
vandamálum kartöfluræktunar eingöngu. Meðan ekki fæst bein fjárveiting til
kartöflurannsókna, verður ekki hægt að gera stórt átak í þessum efnum. Við
erum hins vegar bjartsýnir á, að skilningur muni aukast, þannig að hægt verði
að vinna markvisst að aukinni og betri kartöfluræktun í landinu. Við lítum
svo á, að þessi hópur eigi að starfa um ókomin ár, a.m.k. í einhverri mynd, og
vera frumkvöðull að auknum kartöflutilraunum með markvissum tilgangi, þannig
að nýting þess fjár, sem fer í kartöflutilraunir,verði sem best. Við höfum
litið svo á, að fyrst þurfi að taka saman þær upplýsingar, sem þegar liggi
fyrir á hinum ýmsu sviðum kartöfluræktunar og á grundvelli þeirra uppiýsinga
að meta, hvað sé mest þörf á að rannsaka.
Tilgangur þessa fjölrits er margþættur. I fyrsta lagi er gert yfirlit
yfir það, sem áður hefur verið unnið hér á landi, óuppgeröar tilraunir gerðar
upp og óbirtar niðurstöður birtar. Ályktanir eru dregnar af þessum upplýsingum.
Síðan er sagt frá því, sem er í gangi á viðkomandi sviðum. Að lokum eru settar
fram ályktanir um hvaða rannsókna eða aðgerða sé þörf. Við höfum síðan í
lokaályktun gert forgangsröðun, þar sem við komum með tillögur að því, í hvaða
röð eigi að taka verkefnin í framtíðinni, þannig að sem tryggastur og varan-
legastur árangur náist.
Reykjavík 20.10.1978
Sigurgeir ölafsson