Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 7
-5-
INNGANGUR
Nú eru um 220 ár liðin frá því, aö kartöfluræktun var fyrst reynd hér á
landi. Breiddist hún hægt út í byrjun, en náöi á 19. öld mikilli útbreiðslu
og hefur kartaflan síöan skipað fastan sess í fæöu þjóðarinnar. Kartaflan
hefur veriö ódýr og holl fæöa og þaö, sem er mikilvægast, fæöa, sem íbúar
landsins gátu sjálfir framleitt meö innlendum áburöi og í íslenskum jarövegi.
A tímum, þegar fátækt eða vöruskortur hindraöi margan í að kaupa innflutta
mjölvöru eöa önnur dýr matvæli, hefur kartaflan án efa oft verið bjargvættur
á íslenskum heimilum.
Kartaflan er holl fcBÖutegund. Auk þess aö vera orkugjafi inniheldur hún
B- og C-vítamín, ýmsar mikilvægar amínósýrur, fosfor, kalsium og járn. 1 þeim
umraBÖum, sem nú fara fram um hollustugildi fæöutegunda og breytingu á mataræöi,
má segja, aö kartaflan komi út meö óskertan hlut. Meö um 60-70 hitaeiningum í
hverjum 100 g getur kartaflan ekki talist fitandi fæöutegund og meö 2-4% af
þurrefni sem trefjaefni ásamt vítamín, prótín og steinefnainnihaldi, verður
kartaflan áfram aö teljast til hinna hollu fæöutegunda.
Aukin kartöfluneysla og myndun þáttbýliskjarna jók eftirspurnina eftir
kartöflum. Innflutningur hófst þegar á 19. öld og var í byrjun þessarar aldar
500-600 tonn á ári, en fór upp í 2000-3000 tonn árlega á fyrra helming aldarinnar.
Innlenda framleiðslan hefur verið gefin upp um 1400 tonn um aldarmótin, en hefur
legið á bilinu 4000-10000 tonn mestan hluta þessarar aldar; mest var uppskeran
áriö 1953, en þá fór.hún upp í tæp 16000 tonn. Erfitt er aö gefa upp nákvæmar
tölur yfir innlendu framleiösluna, þar sem ekki er vitað nákvæmlega um umfang
heimilisræktunarinnar.
Þegar komið var fram um miðja þessa öld, fóru margir að stunda kartöflu-
ræktun sem aðalbúgrein og öfluðu tækja, sem geröu stórframleiöslu mögulega.
Veöurfariö takmarkaöi stórræktun aöallega viö syöri hluta landsins, frá
Snæfellsnesi og austur fyrir Hornafjörö og svæöiö kringum Eyjafjörö. Má segja,
aö þungamiðja ræktunarinnar hafi lítillega flutst til innan þessa svæöis, en
mikilvægustu svæöin hafa verið Akranes, Eyrarbakki, Stokkseyri, Ölfus, Þykkvi-
bær, Hornafjörður og Eyjafjöröur. Nú er Þykkvibærinn mikilvægasta svæöiö og
kemur um 40% framleiöslunnar þaðan.
Arsneyslan á hvern íbúa hefur aukist úr um 30 kg um síðustu aldamót í um
60-70 kg um 1973. Er sú neysla ekki ósvipuð því, sem gerist meöal nágranna
okkar á hinum Noröurlöndunum, en þar mun hún vera 71-91 kg á hvern íbúa (minnst
í Svíþjóö og mest í Noregi). Ekki er ólíklegt, aö neyslan hér á landi geti átt
eftir aö aukast um 10-20 kg á hvern íbúa, ef hægt verður aö auka gæöi íslenskra