Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 12
Afbrigði
-10-
voru góðar kartöflur af þroskamestu plöntunum teknar frá og geymdar til út-
sæðis sérstaklega. Þetta virtist bera árangur, því að þessar kartöflur, svo-
kallaðar Orvalskartöflur, stóðu sig nokkuð vel miðað við önnur afbrigði, en
ekki er hægt að segja nákvæmlega til um árangurinn, því að afbrigðið, sem
valið var úr, var ekki haft til samanburðar.
írið 1913 höfðu verið prófuð um 50 afbrigði á Akureyri, og nokkuð verið
valið úr þeim. Afbrigði, sem þá er einkum mælt með, eru Beauty of Hebron,
Mossros, Helguhvammskartöflur, Remarkable og Orvalskartöflur■
A árunum 1913-1918 reynist afbrigðið Beauty of Hebron best, en Orvals-
kartöflur, Lónskartöflur og Undirfellskartöflur stóðu sig einnig ágætlega.
Skýrslur um tilraunir með kartöfluafbrigði á Akureyri vantar að mestu
árin 1919 til 1923, en á árinu 1924 er svo komið, að engin hrein afbrigði eru
til í stöðinni og munu þá flest hinna gömlu afbrigða vera glötuð. Sýnist slæmt
að missa afbrigðin Beauty of Hebron, sem hafði haft talsverða yfirburði yfir
önnur afbrigði, svo og Orvalskartöflur.
A árinu 1925 er aftur byrjað á afbrigðatilraunum. Voru þá fjögur afbrigði
prófuð, en ári seinna níu. Þá voru Tjdlig Rosen og Up to date uppskerumest.
Var nú farið að flokka afbrigðin í snemmvaxnar og seinvaxnar kartöflur. I árs-
ritinu 1933 er mælt með Tidlig Rosen sem fljótvaxinni og árvissri kartöflu.
A eftir henni koma svo afbrigðin Great Scot og Skán, sem einnig eru fljótvaxin.
Af þeim afbrigðum, sem seinvaxin teljast, eru Akureyrarjarðepli, Rauðar íslenskar
og Blárauðar kartöflur ofarlega.
Haustið 1936 byrjar Ölafur Jónsson á úrvalsræktun úr Rauðum íslenskum.
Aður hefur komið fram, að úrvalsræktun, sem byrjað var á árið 1904, virtist
bera árangur, en það úrval glataðist. ölafur valdi kartöflur undan 29 grösum,
sem gáfu mikla uppskeru og lítið smælki. Uppskerunni undan hverju grasi var
haldið sér og prófuð aftur sumarið 1937.
Þá var enn valið eftir uppskerumagni, en einnig með hliðsjón af meðal-
stærð kartaflanna. Sumarið 1938 voru 5 bestu stofnarnir bornir saman við óvald-
ar og samsafn úr tilrauninni 1937. Þá báru 2 stofnar af, með mesta uppskeru,
vænstar kartöflur en minnst smælki. Þeir stofnar voru svo reyndir áfram næstu
árin. Þeir stóðu sig vel, einkum annar þeirra, og gaf hann lítið minni uppskeru
en afbrigðin Up to date og Gular Akureyrar, sem þá undanfarin ár höfðu gefið
einna mesta uppskeru af seinvöxnu afbrigðunum. Þurrefnisuppskeran fór reyndar
langt fram úr Up to date, en stóð þeim gulu jafnfætis. Þessi stofn varð svo
þekktur undir nafninu ölafsrauður■
Telja verður, að úrval þetta hafi tekist ágætlega. Ölafsrauður var upp-
skerumeiri (15-18% meiri uppskera) en Rauðar íslenskar, sem hann var valinn úr.