Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 15
-13-
Afbrigði
voru prófuð 12 kartöfluafbrigði á þessum árum.
4. Afbrigðatilraunir á Reykhólum 1949-1960.
Tilraunir með kartöfluafbrigði höfust á Reykhölum sumarið 1949. A ára-
bilinu 1949-1953 voru pröfuð um 20 afbrigði. Afbrigðin Earkante, Ben Lomond,
Gullauga, Golden Wonder og Skán voru einna uppskerumest.
Veturinn 1952-1953 voru 19 afbrigði bragðprófuð og þeim gefin einkunn
(0-10 skali) fyrir bragðgæði, Sigurður Elíasson tilraunastjóri taldi, að þau
afbrigði, sem fengu lægri einkunn en 6 væru eigi ræktandi, en afbrigðin sem
hlutu hærri einkunn en 6 voru: Svalövs Gloria, Gullauga, Rauðar íslenskar,
White Elephant, Leksands Vit, Ben Lomond og Priska, eða aðeins 7 af 19.
Samanburðartilraunir með kartöflur tókust ekki árin 1954-1956, en á
árunum 1957-1960 voru eftirtalin afbrigði uppskerumest: Di Vernon, Dir.
Johanssen, Kennebec, Sequoia, Gullauga, Rauðar íslenskar og Eigenheimer.
5. Tilraunir með kartöfluafbrigði í nágrenni Reykjavíkur
(Ölfarsá, Varmá, Korpa).
Af hálfu Atvinnudeildar Háskólans voru afbrigðaprófanir gerðar árin
1937-1938. Sumarið 1937 var Eyvindur uppskerumestur, en sumarið 1938 Deodora,
Akurblessun (Ackersegen) og Jarðargull (Erdgold). Mest þurrefni mældist í
Gullauga.
Aftur var hafist handa árið 1946 með söfnun kartöfluafbrigða meðal grann-
þjóða okkar. Frá Svíþjóð komu 92 afbrigði, upprunnin í ýmsum löndum. Frá
Bandaríkjunum komu 41 afbrigði og frá Eldlandi komu 3. Bætt var við 6 afbrigð-
um, sem lengi höfðu verið ræktuð herlendis, svo og Eyvindi, en hann var hafður
til samanburðar. Söfnun lauk árið 1952. Tilraunirnar voru fyrst gerðar að
Ölfarsá í Mosfellssveit, en 1950 flutti stöðin að Varmá.
Árið 1954 skrifar Sturla Friðriksson um árangur tilraunanna árin 1948-
1953. Helstu niðurstöður voru þá þessar: Aö meðaltali voru eftirtalin afbrigði
uppskerumest og í þessari röð: Sequoia, Kennebec, Bintje II, Eigenheimer, B 73-3
White Rose, Marygold, B 76-43, B 61-3, Green Mountain og Primula. Þurrefnis-
ríkust voru: Dunbar Yeomen, Ben Lomond, Sparris-potatis, Sydens Dronning,
Rosafolia, Di Vernon, Gullauga, Leksands vit, Mandel vitblommig, Rödbrokig svensk
Mandel og Rauðar íslenskar. Reiknuð var þurrefnis-uppskera á hektara og voru
Sequoia og Kennebec í efstu sætum. Frostþolnust afbrigði voru Eyvindur, Sequoia,
Rauðar íslenskar og Furore.