Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 30
Ræktun útsæðis
-28-
það leit allt vel út.
b) Niðurstöður. Uppskerutölur eru gefnar í 1. töflu og fervikagreining
í 2. töflu. Munurinn er mjög marktækur og að jafnaði 28,2%. Niðurstöðurnar
er erfitt að túlka, vegna þess að sjúkdómar voru ekki athugaðir í útsæði eða
grösum. Grösin báru þó engin ytri einkenni sjúkdóma og voru mjög þróttmikil.
Niðurstöðurnar staðfesta, að uppskerumunur getur orðið mjög mikill, þó útsæðið
virðist svipað. Til að staðfesta, hvort hér er um lífeðlislægan mun að ræða,
sem tengist ytri þáttum á vaxtarsvæði útsæðis, t.d. hitastig, áburður, jarð-
vegsgerð o.s.frv., þarf að rækta alheilbrigt útsæði. Se um áhrif sjúkdóma
að ræða, gefa þessar niðurstöður vísbendingu um mikilvægi þess, að heilbrigði
útsæðis sé sem best.
1. tafla. Uppskera eftir útsæði af mismunandi uppruna (Þorsteinn Tómasson 1974).
Afbrigði 2 Heildaruppskera (g/m ) Mism.(g) Mism.(%)
*Uppruni útsæðis
H,R:1, B:2 H,R:3, B:1
Helga (H) 4458 3560 898 25,2
R. ísl. (R) 5172 3940 1232 31,3
Bintje (B) 4142 3250 892 27,4
Meðaltal 4592 3580 1010 28,2
*Uppruni: 1: Eyjafjörður, 2: Holland, 3: Þykkvibær
2. tafla. Fervikagreining, heildaruppskera (Þorsteinn Tómasson 1974).
Atriði Ft Fertala Frávik P
Afbrigði (A) 2 45306,9 22653,4 0,05
Uppruni útsæðis (U) 1 90862,0 90862,0 0,001
Samv. áhr. AxU 2 2294,2 1147,1
Plas tyfirbr. (P1) 1 813122,9 813122,9 0,001
Samv. áhr. AxPl 2 18758,8 9379,4
Samv. áhr. UxPl 1 18063,8 18063,3
Samv. áhr. UxPlxA 2 5,4 2,7
Milli blokka 2 22650,4 11325,2
Skekkja 22 132566,4 6025,74
Samtals 35 1143630,3
3. Tilraun á Korpu og í Þykkvabæ 1977 (umsjón: Sigurgeir ölafsson)
a) Tilgangur. Að bera saman ræktun, þar sem notað er annars vegar gott
og hins vegar lélegt útsæði.