Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 33

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 33
-31- Ræktun útsæðis Rauðum, sem ekki urðu fullgreind. Einkennin lýstu sér þannig, að blaðrendur sveigðust upp og minntu á byrjunareinkenni stöngulsýki, en er rætur voru skoðaðar, sáust sár á þeim og neðsta hluta stöngulsins er minntu á sár er rótar- flókasveppur (Rhizoctonia solani) og blöðrukláði (Oospora pustulans) geta valdið. 1 4. töflu eru einnig sýndar uppskerutölur og sést þar gífurlegur munur Hið lélega Gullauga hefur gefið um 30-40% minni uppskeru en hið góða og hið lélega rauða útsæði um 20-25% minni uppskeru en hið góða. Ef miðað er við söluhæfa vöru verður munurinn ennþá meiri. e) Ályktun. Tilraunin sýnir, að mikill munur getur verið á eiginleikum útsæðis. Auk sta2rðarmismunar getur verið munur á heilbrigðisástandi og hæfileika til vaxtar spíranna. Mikill uppskerumunur fékkst, þótt um væri að ræða sama afbrigði og sömu útsæðisstærð. Verra heilbrigðisástand og tregari vöxtur spíranna hjá hinu lélega útsæði hafa án efa átt sinn þátt í hinni lélegu uppskeru, en ekki skal fullyrt um, hvort aðrir þættir hafi verið að verki einnig II. STOFNRÆKT. 1. Stofnrækt fyrr og nú. Snemma fara menn að sýna áhuga á kynbótum kartaflna og sérstöku vali á kartöflum til útsæðis. Haustið 1904 hóf Ræktunarfélag Norðurlands úrval, þar sem valdar voru góðar kartöflur undan þroskamestu plöntunni í þeim tilgangi að fá fram betra kyn (Anonymus 1906). Arið 1907 voru valdir úr 2 stofnar af Bodö-kartöflum og 2 stofnar af íslensku kyni og árið eftir, 1908, eru einnig valdir frá 22 stofnar af íslenskum kartöflum til úrvalsræktunar. Ekki gaf þetta úrval þann árangur, sem menn hcfðu vænst (Jakob H. Líndal 1913). Haustið 1932 hóf Ragnar Asgeirsson, garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags íslands, úrvalsræktun í bestu afbrigðunum. Ekkert heyrist um þessa úrvals- ræktun eftir 1935 og virðist hún hafa lognast út af (Ragnar Asgeirsson 1933 og 1935). Haustið 1936 hóf ölafur Jónsson á Akureyri úrval í Rauðum íslenskum kart- öflum og var valið eftir uppskerumagni og meðalstærð kartaflanna. Nánar er gerð grein fyrir þessu úrvali annars staðar í þessu fjölriti (sjá kaflann um afbrigði), en árangurinn varð mjög góður. Tókst að rækta fram stofn, sem gaf 15-18% meiri uppskeru og minna smæLki en afbrigðið óvalið (ólafur Jónsson 1943). Þá var einnig á þessum árum rekinn áróður fyrir því hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, að menn veldu útsæði og settu í útsæðiskassa strax við upptöku. Kartöflurnar myndu þá skaddast minna og minni hætta væri á stöngulsýki og öðrum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.