Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 38
Ræktun útsæðis
-36-
'Sameiginlegt ákvæði fyrir allt selt útsæði: Ekki má láta útsæði frá
bæjum, þar sem fundist hafa í jarðvegi eða í uppskeru eftirfarandi skaðvaldar:
1. Kartöfluhnúðormur (Globodera rostochiensis eða G. pallida).
2. Kartöflubjalla (Leptinotarsa decemlineata).
3. Hringrot (Corynebacterium sepedonicum).
4. Vörtupest (Synchytrium endobioticum).
Frá þessu má veita undanþágu, ef sýnt þykir, að smit muni vera horfið eða
á annan hátt engin hætta á, að smit berist með útsæðinu.
a. A-stofn, Jrvalsútsæði. Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal falið
að framkvæma árlega úrval í öllum afbrigðum í 1. flokki. Skulu valdir út hrein-
ræktaðir, heilbrigðir og uppskerumiklir einstaklingar og þeim fjölgað upp.
Ef ekki fást vírusfríir einstaklingar, skal framleiða þá með vefjaræktunartækni
(meristemræktun) og fjölga með stiklingum. Kemur til greina að sótthreinsa
ávallt A-stofninn vegna sveppasmits. A-stofn má ekki liggja meir en 5 ættlið-
um frá úrvali. Semja þarf sárstakar reglur um úrval og ræktun A-stofns. Eftir-
lit með A-stofni skal vera þríþætt, í fyrsta lagi skoðun um vaxtartímann, í
öðru lagi ræktun í gróðurhúsi um veturinn og í þriðja lagi skoðun fyrir afhending^*
Eftirfarandi kröfur skal gera til A-stofnsins:
1. Við vaxtarskoðun:
a) Engin íblöndun af öðrum afbrigðum.
b) Greinileg víruseinkenni (tíglaveiki, hrukkutíglaveiki, önnur Y-vírus
einkenni og blaðvefjaveíki)ekki yfir 0,1%.
c) Stöngulsýki ekki yfir 0,5%.
Allar plöntur með göllum b-c skal fjarlægja fyrir upptöku og einnig allt,
sem undir þeim er. Þegar um stöngulsýki er að ræða, skal einnig fjarlægja næstu
plöntur í kring.
2. Við vetrarræktun:
a) Við blóðvatnsprufu (serum) má virus X og S ekki koma fyrir.
b) Phoma-smit má ekki finnast.
3. Vorskoðun:
a) Phoma-rotnun, kartöflumygla, blöðrukláði 0%.
b) Flatkláði, vörtukláði, silfurkláði ekki meira en vottur.
b. B-stofn. Aðalsútsæði. Utsæði fyrir B-stofninn skal vera A-stofn
eða B-stofn af fyrsta ættlið, ef hann uppfyllir þau skilyrði, sem sett eru
fyrir A-stofn. Ræktun B-stofns skal fara fram undir ströngu heilbrigðiseftir-
liti, sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal annast. Æskilegt væri, að Græn-