Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 52
Lega ræktunarstaða
-50-
við Eyjafjörð. Þess utan mun þröngt um nægilega örugg svæði. Umrædd svæði
geta þó alls ekki talist að vera örugg fyrir uppskerubresti. Þvert á móti henda
þannig áföll nokkuð oft.
Hafa ber í minni, að kartöflujurtin er frekar hitakær, þarf langan vaxtar-
tíma og þolir ekki frost.
Að þessu leyti er herlend sumarveðrátta óhagstæð, og uppfyllir ekki sem
best nauðsynlegar kvaðir jurtarinnar. Hitastigið er lágt og vorkuldar algengir.
Sprettutíminn er því stuttur og býður upp á tíða næðinga og snögg veðrabrigði.
Af þessu leiðir mjög sveiflukennt hitafar, en í kjölfar þess fylgir hætta
á næturfrostum, einkum er halla tekur á sumur. í svölu loftslagi er þýðingar-
mikið að geta hækkað hitastigið, en að öðru jöfnu er það sá vaxtarþáttur, sem
ræður mestu um sprettugetu og árlegt öryggi afraksturs.
Staðarval og lega garðlands geta, ásamt öðrum atriðum, reynst afdrifarík
framtíðarhorfum ræktunarinnar. Hár er um að ræða ákvörðum, sem miðar að því
að tryggja eins og í mannlegu valdi er unnt, sem hagfelldast og öruggast garð-
stæði. Með nákvæmu vali má t.d. oft sporna við frosthættu eða jafnvel bægja
henni frá. Þannig má einnig, á óbeinan hátt, stuðla að auknum lofthita, með
því að velja gróðrinum land, sem blasir sem best við sól. Með þessu móti, og
með fleiri aðgerðum má oft brúa nokkuð það bil öryggisleysis, sem veðurfarið
getur skapað ræktuninni, svo fremur sem nægilegt og breytilegt landrými er
fyrir hendi.