Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 53
-51-
SKJÓLBELTI
Kjartan ólafsson, Búnaðarsambandi Suðurlands.
Hér á landi hafa ekki verið gerðar margar tilraunir með skjólbelti, en
hins vegar hefur dálítið verið ritað um gerð þeirra og notagildi. Þá er
einkum stuðst við erlendar tilraunaniðurstöður, sem ótvírætt benda á hagkvæmni
skjólbelta.
A Sámsstöðum gerði Klemenz Kr. Kristjánsson tilraunir með trjáskjólbelti
og áhrif þess á uppskeru. Þær niðurstöður benda eindregið á aukna uppskeru
við notkun skjólbelta (Klemenz Kr. Kristjánsson 1955). Þá hefur Skógrækt ríkis-
ins gert þó nokkuð af tilraunum með skjólbelti og þá sérstaklega með trjábelti.
Þessi trjáskjólbelti eru til það gömul, að það ætti að vera hægt að nota þau
í samanburðartilraun gagnvart uppskeru og öðru því, sem skjól kann að hafa
áhrif á.
Það má segja, að við höfum tvær gerðir af skjólbeltum, sem hægt væri að
nota við kartöfluræktun:
1. Lifandi trjáskjólbelti.
2. Skjólbelti úr ýmsum öðrum efnum (gerviskjólbelti).
Trjáskjólbelti eru þau belti, sem lang mest eru notuð til skjóls í nágranna-
löndum okkar. Hér á landi er mjög víða hægt að rækta þau við kartöfluakra, þó
eru erfiðleikar hvað mestir nálægt sjó, en á bersvæðum á þessum stöðum yrði
að mynda skjól áður úr öðrum efnum.
Mjög athugandi er fyrir okkur að reyna notkun á gerviskjólbeltum við
kartöfluræktun. Þau efni, sem væntanlega yrðu ódýrust eru vafalaust ýmis aflögð
veiðarfæri, timbur,plastgirðingar, hlaðnir garðar o.fl.
Það má segja, að eitt af stærstu ræktunarvandamálum okkar hér séu stutt og
köld sumur, en gott skjól hækkar meðalhitann um 0,5-l,0°C. A Jótlandi hafa
verið gerðar samanburðartilraunir á uppskeru á skýldu landi og á bersvæði;
þær niðurstöður sýna 16-46% aukningu við skjól (Einar G.E. Sæmundssen 1963).
Augljóst er, að full ástæða er til að gera hér tilraunir með hagnýtingu
skjólbelta. Æskilegt er að taka þar inn í dæmið fleiri vaxtarþætti, sem skjól
getur haft áhrif á eins og raka jarðvegsins, frosthættu o.fl. Þá má benda á
einn þátt, þar sem skjólbelti getur komið til hjálpar í kartöflurækt, en það