Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 55
-53-
FROSTVARNARKERFI OG VÖKVUN.
Kjartan ólafsson, Búnaðarsambandi Suðurlands
og
ólafur Guðmundsson, Bútæknideild, Hvanneyri.
Tilraunir með frostvörn í kartöflugörðum hafa ekki verið gerðar hér á
landi af opinberum aðilum svo kunnugt se. Vitað er, að frostvarnarkerfi, sem
byggist á vatnsúðun, er notað á tveim bæjum í uppsveitum Arnessýslu, og full-
yrða bændur þar, að slíkt kerfi sá mikil trygging fyrir árvissri uppskeru.
Við mælingar, sem gerðar voru haustið 1977 á vegum Bútæknideildar, kom
fram, að uppskera kartaflna á Suðurlandi var almennt rýr, víða 12-15 t/ha.
Hinsvegar mældist hún nær 24 t/ha í Birtingarholti, þar sem vatnsúðun var notuð
til frostvarnar.
I. NOTAGILDI.
Notagildi vatnsúðunarkerfis gæti verið fjölþætt:
1. Frostvörn á vaxtarskeiði kartöflunnar.
2. Vökvun á þurrviðrisskeiðum og í sambandi við lyfjanotkun.
3. Vörn gegn jarðvegsfoki.
4. Dreifing áburðar í uppleystu formi.
II. TILRAUNIR.
Nauðsynlegt er að framkvæma tilraunir varðandi notagildi vatnsúðunarkerfa
og annarra frostvarnarkerfa, sem þættu álitleg að dómi samstarfshóps um kart-
öflurækt.
1. Athuganir verði gerðar hjá þeim bændum hárlendis, sem nota frostvarnar-
kerfi nú þegar. Verði þær fyrst og fremst fólgnar í mælingum á uppskeru-
magni í hliðstæðum garðlöndum með og án frostvarnarkerfis.
2. -Tilraunir um þau atriði, sem talin eru hár að framan, verði í náinni fram-
tíð framkvæmdar á tilraunastöð eða hjá bændum og væri æskilegt, að til-
raunir á notagildi skjólbelta fláttuðust þar inn í.