Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 58
Aburðartilraunir
-56-
aki, súpsrfosfati (og síðar þrífosfati) og brennisteinssúru kalí. Hlutfall
milli aðalnaeringarefnanna, köfnunarefnis (N), fosfórs (P^O^) og kalís (K^O)
var 8:9:10. Þessi tilraun var síðan tekin upp í óbreyttri mynd að Skriðuklaustri
árið 1953 og hálst þar allt til ársins 1961. A Reykhólum er samskonar tilraun
hafin árið 1951 og stóð hún óbreytt í þrjú sumur, en það frávik var þó á Reyk-
hólum, að þar voru jafnframt notuð 30 tonn af mykju sem grunngjöf í allt til-
raunasvæðið. Niðurstöður þessara tilrauna eru sýndar í 1. töflu. Engin álykt-
un verður dregin fyrir þessa eins árs framkvæmd á Akureyri. Ekki virðist heldur
neitt unnt að álykta um gagnsemi tilbúna áburðarins að Reykhólum, þar sem mis-
mun milli áburðarskammta sýnist eytt og jafnvel meira en það með búfjáráburði
í grunngjöf. A Sámsstöðum virðist hins vegar nokkuð jöfn uppskeruaukning fyrir
hvern aukinn áburðarskammt. A Skriðuklaustri má ætla, að næststærsti áburðar-
skammturinn gefi tiltölulega besta uppskeru.
A Sámsstöðum og Akureyri breytir tilraun þessi fljótt um mynd þannig að
í staö heimalagaðrar áburðarblöndu er notuð aðkeypt áburðarblanda með hlutföll-
unum NiP^O^iK^O = 10:12:15. Jafnframt er bætt við einum tilraunalið, þannig
að mesta áburðarmagnið jafngildir 300 kg N, 360 kg p2°5 °6 kg K2° ^ hvern
hektara lands. Arið 1959 virðist vera síðasta ár þessarar tilraunar á Sámsstöð-
um en árið 1961 á Akureyri. Hluta af niðurstöðum þessara tilrauna er að sjá
í 2. töflu. Þar verður ekki annað séð en að 1800 kg af garðablöndunni hafi
reynst tiltölulega best á Akureyri, en 2400 kg á Sámsstöðum. A Reykhólum virð-
ist sem 1800 kg hafi reynst tiltölulega skást og að alls ekki megi fara hærra
en 2400 kg nema eiga á hættu minnkandi uppskeru.
Arið 1953 voru gerðar tilraunir á Akureyri með, hvernig verjast mætti
sprungumyndun í Gullauga. Grunnáburður í þeim tilraunum var 1800 kg/ha af
áburðarblöndunni 10:12:15, en síðan var annars vegar bætt við vaxandi magni
af kalki (1,2,3,4 tonn/ha) og hins vegar vaxandi magni af þrífosfati (100,
200, 300, 400 kg/ha). Enginn mismunur kom fram í þessum athugunum, en í til-
raunabók stöðvarinnar er tekið fram, að uppskera hafi reynst lítil í kalktil-
rauninni, en þá sá einmitt reynsla fyrir því, að lítið verði um sprungumyndanir
(skýrslur tilraunastöðvanna).
A árunum 1964-67 er gerð tilraun í hinum sendna jarðvegi Þykkvabæjar til
að kanna hæfilegt áburðarmagn og hlutföll milli köfnunarefnis, fosfórs og kalís.
Samskonar tilraun var gerð í rökum móajarðvegi að tilraunastöðinni Korpu árin
1964-66. 1 þessum tilraunum eins og öðrum til þessa var áburðinum dreift yfir
garðlandið, en ekki felldur niður samhliða niðursetningu eins og nú er venja
í stórræktun. Meginniðurstaða þessarar tilraunar undirstrikaði mikilvægi til-