Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 61
-59-
Áburóartilraunir
tölulega mikils magns af köfnunarefni og fosfóráburði bæði að því er snertir
mesta heildaruppskeru og magn söluhæfra kartaflna. Niðurstaðan benti til, að
í sandjörðinni gæfu 200-250 kg N/ha og 300-350 kg P^O^/ha hlutfallslega mesta
uppskeru, en kalímagn mætti vera eitthvað minna, a.m.k. var talið, að áburðar-
blandan NrP^O^rK^O = 9:14:14væri nærri lagi sem almenn áburðarblanda til
kartöfluræktunar hér á landi. Ljóst var þó, að besta hlutfall á milli þessara
þriggja næringarefna gæti verið breytilegt, bæði eftir jarðvegi og árferði.
(Bjarni Helgason 1970).
Árin 1972 og 1973 gerði höfundur lauslega athugun með áhrif brennisteins
á tveimur stöðum í Þykkvabæ. Þessi athugun var gerð vegna breytinga á samsetn-
ingu blandaða garðáburðarins, er leitt höfðu m.a. til lægra brennisteinsinni-
halds í áburðarblöndunni. Ekki leiddi þessi athugun neitt óyggjandi í ljós
varðandi sprettu, sterkjumyndun, þurrefnisinnihald eða bragðgæði. Geymslu-
skemmdir virtust hins vegar vera lítils háttar minni í þeim kartöflum, sem
fengið höfðu aukaskammt af brennisteini (100-200 kg/ha) með áburðinum og betri
blær á þeim við athugun á miðjum vetri (Bjarni Helgason 1974).
Árið 1973 var gerð lítils'náttar könnun með áhrif snefilefnablöndunnar
Sporomix á tveimur stöðum í Þykkvabæ. Ekki var um nein marktæk áhrif að ræða,
þótt e.t.v. hafi verið óljós vísbending um jákvæð áhrif varðandi þurrefnismagn
og flokkun uppskerunnar þar, sem jarðvegur var grófsendnastur. 1 báðum þessum
Þykkvabæjarathugunum voru notaðar Rauðar íslenskar kartöflur, sett niður og
tekið upp með vélum inni í miðjum garðlöndum (Bjarni Helgason 1974).
Aðrar tilraunir, sem gerðar hafa verið með áhrif einhverra snefilefna hafa
ekki bent til neinna bóta. í þessu sambandi er rétt að geta sérstaklega
athugana með Borax, 15 og 20 kg/ha, sem gerðar voru að Hvanneyri árið 1964 og
1975. Þetta er venjulegt magn, sem notað er við rófnaræktun. I báðum tilvikum
dró Borax verulega úr uppskeru (Magnús öskarsson 1976), og er þetta samhljóða
niðurstöðu úr tilraun í Þykkvabænum frá árinu 1966 (Bjarni Helgason 1966) og
er þar þó um allt öðru vísi jarðveg að ræða.
Árið 1973 og 1974 eru gerðar tilraunir varðandi áhrif áburðar á bragðgæði
kartaflna að Sámsstöðum og á vegum tilraunastöðvarinnar að Möðruvöllum (Skýrslur
jarðræktardeildar 1973 og 1974). Á Sámsstöðum eru borin saman áhrif blandaðs
garðáburðar 9:14:14, sem þá var seldur hér enn, búfjáráburðar og blandaðs garð-
áburðar að viðbættri snefilefnablöndunni Sporomix. íiðurstöður beggja áranna eru
sýndar í 3. töflu. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum varðandi
þurrefni, annars vegar, að Gullauga er mun þurrefnisríkara en Bintje og hins
vegar, að kartöflur ræktaðar í sandjarðvegi eru mun þurrefnissnauðari en þær sem