Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 66
Notkun plasts
-64-
Allmargar tilraunir hafa verið gerðar með plastyfirbreiðslu á kartöflu-
garða. Svart plast virðist lítil áhrif hafa á uppskeru, en getur haft sitt
gildi, þar sem illgresi er mikið vandamál og illgresiseyðing með eitri er talin
óæskileg.
í 2.-5. töflu eru sýndar niðurstöður tilrauna, sem gerðar hafa verið á
Korpu og Hvanneyri með mismunandi afbrigði undir plasti.
2. tafla. Tilraun 4622-69 frá Korpu (Sturla Friðriksson 1969).
2 Uppskera kg/m
Helga Gullauga Knik Meðaltal
í.kkert plast 3,04 3,17 2,13 2,78
Svart plast 3,79 3,37 2,61 3,26
Glært plast 4,61 5,21 3,90 4,58
3. tafla. Tilraun T.U.P.-1973 frá Korpu (Þorsteinn Tómasson 1974).
Rauðar ísl. Helga Bintje Meðaltal
Uppsk. Smælki Uppsk. Smælki Uppsk. Smælki Uppsk. Smælki
Plast kg/m2 % kg/m2 % kg/m2 % kg/m2 %
0 2,73 57 2,70 44 2,32 42 2,59 48
Glært 6,38 ' 21 5,32 12 5,08 12 5,60 15
4. tafla. Tilraun nr. 403-75 frá Hvanneyri (Magnús öskarssonl976).
Bintje Spartaan Meðaltal
Uppskera kg/m2 Smælki % Uppskera kg/m2 Smælki % Uppskera kg/m2 Smælki %
Ekkert plast 0,97 53 0,57 65 0,77 59
Svart plast allt sumarið 1,14 33 0,46 75 0,80 54
Svart plast í 28 daga 0,94 49 0,57 75 0,76 62
Glært plast allt sumarið 2,17 22 2,00 31 2,09 27
Glært plast í 28 daga 1,83 22 1,46 41 1,65 32