Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 67
-65-
Notkun plasts
5. tafla♦ Tilraun nr. 403-76 frá Hvanneyri (Magnús öskarsson 1976)
Bintje Helga Meðaltal
Uppskera kg/m2 Smælki % Uppskera kg/m2 Smælki % Uppskera kg/m2 Smælki %
Ekkert plast 1,75 23 2,08 28 1,92 26
Glært plast í 23 daga 2,58 10 2,83 15 2,71 13
Glært plast allt sumarið 3,80 18 3,50 21 3,65 20
Uppskeran í þessum tilraunum er gefin upp sem kílógrömm á fermetra, vegna
þess að erfitt er að meta, hvernig landrýmið nýtist, þegar plast er notað
í kartöflugarði. Raunverulegur uppskeruauki miðað við stærra flatarmál í
garði er sennilega ekki eins mikill og fram kemur á uppskerutölunum að framan,
vegna lelegri landnýtingar, þar sem plast er notað. Uppskeruaukinn er þó það
mikill, að það virðist mega gera ráð fyrir allt að tvöföldun á söluhæfri upp-
skeru, þar sem glært plast er yfir allt sumarið.
Haustið 1977 fengu framleiðendur 95 krónur fyrir 1 kg af I-flokks kart-
öflum. Þá kostaði 1 m2 af 0,05 mm glæru plasti kr. 22,50. Ef gert er ráð
fyrir, að 75% af plastinu nýtist yfir kartöflurnar og 25% se orpin moldu til
að halda plastinu niðri, þá kostaði plastið á nýttan fermetra 315 grömm af
I-flokks kartöflum. Ef tekinn er meðaluppskeruauki fyrir plastþekju úr til-
raunum, sem birtar eru hár að framan, þá er hann 1950 grömm á fermetra. Þegar
kostnaður vegna plastsins er dreginn frá, er samt eftir verðmæti 1635 gramma
uppskeruauka á fermetra. Það hljóta að vera mjög góð laun, vegna þess að fyrir-
höfn við ræktun kartaflna undir plasti í smágörðum er lítil. Odd Östgárd (1970)
taldi, að í Noregi þyrfti 300 gramma uppskeruauka til að borga plastið og
önnur 300-400 grömm til að borga aukafyrirhöfn vegna plastsins.
Vegna verðs á plasti er nauðsynlegt að nýta rýmið undir plastinu sem best.
Þetta kom ljóslega fram í tilraunum, sem gerðar voru á Hvanneyri 1977, þar sem
borið var saman að hafa kartöflurnar í beðum eða í hryggjum (sjá 6. töflu).
Mun færri kartöflur komast í flatareiningu, þegar sett er í hryggi. Uppskera
af flatareiningu verður rösklega helmingi minni, þegar kartöflurnar eru settar
í hryggi undir plasti, en ef þær eru settar í beð. Uppskera undan hverju
kartöflugrasi varð einnig öllu minni, þegar kartöflurnar voru settar í hrygg.
Það var vegna þess, að kartöflugrösin, sem stóðu gisin á hryggjum, skemmdust
meira í næturfrostum. Þeir, sem tóku upp úr tilrauninni, töldu leiðinlegra
að taka upp úr hryggjum með handverkfærum, en úr beðum. Einnig var reynt að