Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 71
-69-
ILLGRESISEYÐING
Óli Valur Hansson, Búnaðarfélagi íslands.
I. SKAÐSEMI ILLGRESIS.
Illgresi getur valdið margþættum skaða á nytjagróðri. í kartöflugörðum,
þar sem sérhver jurt býr við gott vaxtarrými, sem nýtist illa framan af vaxtar-
tímanum, getur illgresi orðið mjög áleitið.
Frá því að niðursetningu er lokið og þar til kartöflugrös fara að sjást,
líður ávallt nokkur tími (3-4 vikur). Síðan vaxa grös yfirleitt hægt næstu vik-
urnar, en það leiðir til þess, að aðskotagróður öðlast gott forskot til að
hagræða um sig í "eyðunum" á meðan laufþekja kartöflujurtarinnar er þróttlítil
og því takmörkuð.
Illgresi þrengir að og dregur úr vexti kartöflujurta með því að ræna þær
nauðsynlegu lífsviðurværi, en það keppir við þær um vatn, næringu, ljós og rými.
Nytjagróður stenst erfiðlega samkeppni við harðsnúnar villijurtir, sem
yfirleitt eru gæddar miklum lífsþrótti og skjótar til fjölgunar og útbreiðslu.
Eitt gleggsta dæmið um slíka jurt er haugarfinn, sem er sannkallaður heimsborgari
í gróðurríkinu, hvað útbreiðslu varðar. Hvarvetna á ökrum er haugarfinn fljótur
til að skjóta upp kollinum og breiðast út, strax og vorar og hlýna tekur í veöri.
Haugarfi og reyndar margar aðrar illgresistegundir geta nýtt betur lágt hitastig
til sprettu en kartöflur, þess vegna sækir það fljótt á í görðum og verður
yfirgnæfandi. Ef því er að skipta, er haugarfi að auki nægjusamur og getur
þraukað lengi við hin rýrustu kjör.
Haugarfi er öðrum illgresistegundum aðgangsharðari í görðum, en vöxtur hans
er þannig, að hann sækir fljótt á og hylur opna jörð. Aðrar tegundir, sem gera
vart við sig, eru m.a. gulbrá, hjartarfi, krossgras, húsapuntur og varpasveif-
gras, en þær verða sjaldan eins skeinuhættar. Húsapuntur veldur þó sums staðar
vandræðum.
II. EYÐINGARAÐFERÐIR.
1. Vélrænar.
Frá því að votta tók fyrir kartöflurækt sem búgrein og allt fram undir