Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 72
Illgresiseyðing
-70-
1940 var illgresi nær eingöngu haldið í skefjum með hand- eða vélhreinsun. I
smágörðum var handhreinsað eða beitt var arfakló, arfasköfu eða fjölyrkja. A
ökrum, þar sem rýmra var um ræktun, var notað illgresisherfi og raðhreinsari.
Arfaskafa var einnig notuð á ökrum, en henni var beitt til hreinsunar á milli
plantna.
Hreinsun á þennan hátt var tímafrek, og oft reyndist erfitt að koma henni
við á réttu augnabliki, en þar réði tíðarfarið mestu. Algengt var, að hirðingu
væri hagað þannig, að fyrst væri farið yfir garðlandið með illgresiáierfi, áður
en grös komu upp. Síðan var raðhreinsað 2-3 sinnum og að lokum hlúð að grösum
með hreykiplógi. A þennan hátt gat vel unnið verk við réttar aðstæður, haldið
görðum vel hreinum. Sá ókostur fylgdi framkvæmdum þessum, að vélanotkunin gat
verið óblíð við grös og rætur. Auk þess olli margendurtekinn akstur tækja,
verulegri þjöppun á jarðvegi. Mönnum voru þó ekki ljósir ókostir mikillar þjöpp
unar fyrr en alllöngu sjðar, er þyngri tækjabúnaður kom til.
2. Illgresisefni.
Tilraunir í þá átt að halda illgresi í skefjum á handhægari og einfaldari
hátt en hér hefur verið vikið að, voru fyrst gerðar á Sámsstöðum árið 1938. Var
þá tröllamjöl (kalkköfnunarefni) reynt. A næstu árum voru í gangi á Sámsstöðum
athuganir á áhrifum mismunandi skammta tröllamjöls, eða allt frá 200-400 kg/ha.
Tilraunir þessar leiddu í ljós, að verulegt gagn mátti hafa af tröllamjölsnotkun
n það gat þó ekki sparað nema að nokkru hefðbundnar hreinsunaraðferðir. I
tilraunum með ölafsrauð, sem gerðar voru á Akureyri á árunum 1942-1947, gaf
tröllamjöl lakari raun en ha?fing tvisvar, en notuð voru 200 kg/ha.
Fljótlega byrjuðu ýmsir framleiðendur að taka tröllamjöl í notkun og héldu
þeirri aðgerð áfram uns áhrifameiri og sérhæf illgresisefni komu hér á markað.
Mun reyndar skammt um liðið síðan notkun tröllamjöls var alveg hætt. Tröllamjöl
verkaði fyrst og fremst sem sviðnunarefni á ungviði illgresis og á fræ, sem var
að ála. Það var skammvinnt, og mátti því ekki slá slöku við hreinsun er líða
tók á sumar. Því var dreift á jörð eftir að illgresi var komið á legg, en áður
en kartöflugrös komu upp. Gagnsemi tröllamjöls var mjög háð þroska illgresisins
þegar því var dreift og veðurfari á dreifingartíma. Helst þurfti illgresié að
vera döggvott og útlit fyrir þurrk. Jöfn dreifing tröllamjöls gat reynst erfið,
enda er samloðun þess mikil. Auk þess var það eitrað og mjög ógeðfellt fyrir
þann, sem vann að dreifingu. Oft urðu skammtar þess því stærri en almennt var
ráðlagt, en það var á bilinu 250-400 kg/ha. Afleiðingar þess gátu því komið
fram á uppskerunni, en efnasambandið inniheldur 20.5% N. Menn gættu ekki ætið