Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 73
-71-
Illgresiseyðing
að þessari næringu, sem kom því víða til viðbótar ráðlögðum köfnunarefnis-
skammti. Slík misnotkun gat leitt af ser verulega gæðarýrnun á uppskerunni.
a. Tilraunir. Fljótlega eftir að ýmis serhæf illgresiseyðingarefni hófu
að berast á markað, byrjuðu tilraunastöðvarnar að fást lítils háttar við rann-
sóknir á notagildi þeirra við hérlendar aðstæður. Þar eð tröllamjöl var
gamalreynt, var það í fyrstu haft til samanburðar.
A árunum 1955-1965 voru eftirtöld arfaeyðingarefni prófuð við kartöflurækt
í ýmsum skömmtum og á mismunandi hátt, t.d. sum efni notuð saman. Eru tilraunir
þessar skráðar í skýrslum tilraunastöðvanna.
Aamergens pentachlorphenol
Aapropachlor - chlorpropham
Aatox dinitrobutylphenol
Aerocyanat kaliumcyanat
Aresin monolinuron
Atrazin triazinsamband
Gramoxone paraquat
Herbatox 4 K-2M, fenoxyediksýra, hormónalyf
Herbazol dinitrobutylphenol
Iso-Cornox fenoxypropionsýra, hormónalyf
Karmex DW diuron
Propazin triazinsamband
Propinox fenoxypropionsýra, hormónalyf
Simazin triazinsamband
Stam F-34 propanil
Þess skal og getið, að leiðbeiningaþjónusta Búnaðarfelags Islands, stóð einnig
að því að kanna hæfni illgresisefna. En veg og vanda að því verki átti Agnar
Guðnason, sem um árabil ferðaðist um meðal framleiðenda og gerði fjölda af
athugunum við venjulegar ræktunaraðstæður.
b. Leiðbeiningar. Með hliðsjón af tilraunaniðurstöðum og reynslu, voru
leiðbeiningar á árunum 1960-1965 aðallega þess efnis, að notkun eftirtalinna
illgresisefna kæmi til greina: Aatox, Aresin, Atrazin, Herbasol, Iso-Cornox,
Karmex, Propinox og Stam F-34. Sömuleiðis var bent á, að Propazin, Simazin og
Weedazol gætu komið til álita. Það síðasttalta, þar sem húsapuntur væri til
vandræða. I nokkur ár var Karmex DW mjög mikils metið, en það tilheyrði gjör-
eyðingarefnum, og var því mjög vandmeðfarið. Einnig komu dinitrobutylphenol
vörumerki töluvert við sögu, en það eru mjög eitruð efni fyrir allar lífverur.