Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 77

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 77
-75- Illgresiseyðing efni voru næg, sem komu í veg fyrir niðursig eitursins. Stórrigningar gátu þó reynst hættulegar, og geta ætíð, komi þær skömmu eftir úðun. Sama máli gegndi um Karmex DW, sem var þó ennþá vandmeðfarnara. Fyrir skemmdum þeim, sem hér um ræðir, vottar á stöku stað á hverju ári, þar sem linuron (Afalon) er notað. Er slíkt vissulega vísbending um, að skammtar séu í hærra lagi fyrir viðkoma andi jarðveg. Af því, sem hér hefur verið dregið sést, að ótal mörg eru þau- atriðin sem geta ráðið um árangur illgresishreinsunar með eiturefnum og að mörgu þarf því að hyggja varðandi úðunarframkvæmdir. g. Sérhæf efni. Illgresisefni, sem kemur til greina að nota eftir að kartöflugrös eru komin upp, geta öðrum fremur talist vera sérhæf. Er það að vissu leyti fremur í þess orðs merkinguen í reynd. Þau hnekkja vel á óæski- legum gróðri, en hlífa kartöflujurtinni. Eigi að síður geta efni þessi valdið tjóni, sé ekki sýnd fyllsta aðgæsla, því magn og notkunaraðferð eru að verulegu leyti ákvarðandi um sérhæfnina og þar með útrýmingargetu efna. Sjaldan verður brýnt nægilega fyrir notendum um gildi þess að fylgja í hvívetna leiðbeiningum og fyrirmælum, er lúta að notkun illgresisefna. Þau eru vandmeðfarin og geta reynst tvíeggjað vopn. Gildir þetta ekki síður um sérhæf efni en önnur. Sá tími, sem yfirleitt hentar best til úðunar, þegar sérhæf efni eiga í hlut, er skjótlega eftir að vel er komið upp, en tímatakmörkin eru oftast frekar afmörkuð. Aðeins er um örfá efni að ræða á markaði, sem til álita kemur að nota á þennan hátt við kartöflurækt, og er ekkert þeirra á boðstólum innanlands eins og er, síðan Stam F-34 hætti að fást. Um tíma var mælt með notkun vissra hormónasam- banda á þennan hátt, eins og Herbatox, Iso-Cornox og Propinox, en þau gátu rýrt nokkuð uppskeru og valdið skemmdum á laufi kartaflna, en framkomin einkenni eru þannig, að ekki verður með vissu gert upp á milli þeirra og einkenna af völdum veirusjúkdóma. Einnig kom fyrir, að þau ullu óbragði á uppskerunni. Hormóna- sambönd eru því afar lítið notuð lengur í þessari ræktun, enda þótt hér og þar sé bent á þau ennþá. Það illgresiseitur, sem helst er nú notað, eftir að grös eru komin á legg, er metribuzin, en því mun óhætt að úða uns kartöflugrös hafa náð 4-5 cm hæð (Sencor, Sencorex). Eigi að síður eru framleiðendur fyrst og fremst hvattir til þess að nota það áður en örla tekur á grösum. Hér hefur metribuzin aðeins verið haft í athugunum eitt sumar og niðurstöður um áhrif og öryggi þess liggja ekki enn fyrir. Kostur áðurnefndrar eyðingaraðferðar er m.a. sá, að framleiðandinn fær nokkurt svigrúm til ráðstöfunar, auk þess verkar efnið lengur fram á sumarið. Á hinn bóginn er aðferðin ekki óbrigðulli frekar en aðrar, um gagnsemi við upprætingu illgresis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.