Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 80
Sjúkdómar og meindýr
-78-
sem sýndi sig í betri gæðum uppskerunnar og stundum einnig í meiri uppskeru.
íslensku afbrigðin Akraneskartöflur, Bláar og Rauðbleikar íslenskar reyndust
mjög næm fyrir myglunni og einnig Gullauga.
Ragnar Asgeirsson, garðyrkjuráðunautur Búnaðarfálagsins, gekk hart fram
í að ráðleggja ræktun á ónæmari afbrigðum í stað hinna næmu íslensku. Einkum
mælti hann með Eyvindi (Kerr's Pink), King George, Blálandsdrottningu og
Rogalandsrauð.
Kartöflumyglan var orðin það mikið vandamál, að eftir sumarið 1933 var
ákveðið að fá danska prófessorinn C. Ferdinandsen hingað til lands og kom hann
í febrúar 1934 og flutti 6 fyrirlestra í Háskóla Islands um plöntusjúkdómafræði
þeirra tíma, þar sem hann m.a. kom inn á kartöflumygluna.
Síðan 1953 hefur kartöflumyglan ekki gert teljandi tjón hér á landi, en
borið hefur á henni öðru hvoru að sögn. Ekki er með öllu ljóst, hver sé
ástæðan fyrir því, að myglan hefur ekki herjað hér undanfarin ár. Sennilega
eru aðalástæður þær, að veðurfarsskilyrði hafa ekki verið nægilega hagstæð
fyrir faraldur, þótt ekki hafi það verið kannað og ekki er útilokað, að smit-
magn sé það lítið eða jafnvel horfið, þannig að það takmarki sjúkdóminn.
2. Vírussjúkdómar.
Einar Helgason segir í Hvönnum (1926), að "blaðaveiki (mosaiksyge og
bladrullesyge)", sé ekki óalgeng á Suðurlandi. Hér mun vera átt við vírus-
sjúkdómana blaðvefjaveiki og tíglaveiki, en spurningin er, hvort Einar hafi
gert greinarmun á blaðvefjaveiki og svipuðum einkennum, sem ýmsir ólífrænir
þættir og rótarflókasveppur geta valdið. Ingólfur Davíðsson (1947) segir hins
vegar, að lítið beri á blaðvefjaveiki og þá aðeins af erlendu útsæði, en tígla-
veiki (mosaik) sé algeng og megi rekja til erlends útsæðis. Þannig bar tölu-
vert á tíglaveiki í afbrigðinu Duke of York í afbrigðatilraun á Sámsstöðum árin
1938-41 (Klemenz Kr. Kristjánsson 1953). í útsæðisrækt, sem framkvæmd var
á Skriðuklaustri árið 1950 er getið um mikla "dílaveiki" í Gullauga (Jónas
Pétursson og Árni Jónsson 1951), en með dílaveiki mun vera átt við tíglaveiki.
Ingólfur gerði athuganir er sýndu, að með því að velja útsæði undan heil-
brigðum grösum, var hægt að lækka tíðni tíglaveiki. Einnig fann hann, að tígla-
veiki dró úr uppskeru, í vissum tilfellum allt að helming (I.D. 1947).
Þegar fyrrnefndir höfundar tala um tíglaveiki eða mosaik, má reikna með,
að þeir eigi í mörgum, ef ekki flestum tilfellum við hrukkutíglaveiki, þ.e.a.s.
þann sjúkdóm er X- og Y-vírus valda í sameiningu. 1 sumum afbrigðum getur X-
veiran ein valdið tíglaveiki, en í flestum, m.a. Rauðum íslenskum og Gullauga,