Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 82
Sjúkdómar og meindýr
-80-
6. Flatkláði (Streptomyces scabies).
Orðið kláði er nú notað yfir ýmis konar hrúður á yfirborði kartöflu-
hnýðanna. Með kláða hugsa víst flestir til flatkláða, en til eru margar teg-
undir af kláða, sem ýmsar lífverur valda.
í Hvönnum er getið um kartöfluhrúður, sem virðist vera flatkláði og
Ingólfur Davíðsson (1947) segir hann algengan um land allt, einkum í "sandjarð-
vegi, ösku og öðrum þurrum, kalkbornum jarðvegi". Ingólfur gerði athugun
á næmi nokkurra afbrigða og reyndust Bláar íslenskar, Rauðar íslenskar, Gull-
auga og Eyvindur öll næm.
7. Vörtukláði (Spongospora subterranea).
Þessi sjúkdómur er einnig kallaður duftkláði. Ragnar Ásgeirsson (1929)
segist hafa orðið var við þennan sjúkdóm, sem hann kallar "illkynjaðan kláða",
á kartöflum úr Mýrdal og undan Eyjafjöllum árið 1928. Ingólfur Davíðsson (1947)
segir duftkláða hafa orðið vart allvíða einkum sunnanlands í illa framræstum
görðum, en ekki hafi verið mikil brögð að honum. Sumarið 1955 og 1969 var mjög
votviðrasamt og um haustið bar óvenjumikið á vörtukláða (Ingólfur Davíðsson
1955, 1970) og haustið 1977 var sjúkdómurinn mjög slæmur á Suður- og Suðvestur-
landi einkum í gömlum heimilisgörðum (Sigurgeir ölafsson 1977), en einnig er
hann oröinn mikið vandamál í Þykkvabænum (Sigurgeir ólafsson 1978a).
8. Silfurkláði (Helminthosporium solani).
Ingólfur Davíðsson (1947) getur um, að vottur af silfurkláða hafi sést í
Reykjavík 1942 og 1945, en hann hafi ekki gert teljandi tjón. Sigurgeir ólafs-
son (1978a) telur silfurkláðasveppinn vera með í því að framkalla þau einkenni,
er hann kallar vatnsskaða.
9. Blöðrukláði (Oospora pustulans).
Ingólfur Davíðsson (1947) kallar sveppinn vetrarsvepp og getur þess, að
sjúkdómurinn hafi sést í afbrigðinu Up to date í Reykjavík 1946. Sigurgeir
ólafsson (1978b) getur þess, að þessa sjúkdóms sé nú farið að gæta í útsæðis-
rækt hér á landi.
10. Rótarflókasveppur (Rhizoctonia solani).
Ingólfur (1947) segir hann algengan um allt land, en þó sjaldan verulega
alvarlegan hér á landi, þó munu einhverjar skemmdir hafa átt sér stað á spírum