Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 85
-83-
Sjúkdómar og meindýr
2. Vírussjúkdómar.
Ljóst er nú, að mikið vírusvandamál er í íslenskri kartöflurækt. Að
vísu erum við að mestu laus við nina alvarlegustu sjúkdóma eins og blaðvefja-
veiki og Y-vírus, þar sem lítið er um blaðlýs hér á landi, sem dreifa þessum
sjúkdómum. Að vísu ber eitthvað á hrukkutíglaveiki, þar sem Y-vírus er sjúk-
dómsvaldur, en þar má reikna með, að Y-vírus berist að mestu með útsæði, en
ekki er hægt að útiloka dreifingu með blaðlúsum, einkum í kring um gróðurhús.
Samkvæmt athugunum, sem ég hef gert veturinn 1976-77 og 1977-78 virðist
um mjög umfangsmikla útbreiðslu á X-vírus að ræða hér á landi. Einnig er
S-vírus mjög útbreiddur, en ekki að sama marki og X-vírus. Hvorugur þessara
vírusa sýna greinileg sjúkdómseinkenni, en tilvera þeirra í plöntunum dregur
úr uppskeru. Það má því reikna með, að X- og S-veiran dragi töluvert úr kart-
öfluuppskeru landsmanna.
3. Stöngulsýki.
Stöngulsýkissmit er mjög útbreitt í landinu. Segja má, að smit sé það
útbreitt, að það sé nær eingöngu veðurfarið, sem ákvarði umfang sjúkdómsins.
Stöngulsýki gerir hér árlega tjón, bæði með tilliti til uppskerumagns og upp-
skerugæða.
4. Hringrot.
óvíst er, hvort þessi sjúkdómur er kominn til landsins. KartöflurcEktendur
hafa tjáð höfundi, að þeir hafi séð einkenni er minni á þennan sjúkdóm, en
það verður að teljast ósannað mál.
5. Vörtupest.
Að því er best er vitað, hefur þessi sjúkdómur enn ekki fundist hér, en
þar sem hann þrífst vel við rök og köld skilyrði er fyllsta ástæða til að vera
á varðbergi gangvart honum.
6. Flatkláði.
Flatkláði þrífst best við þurr og hlý skilyr.ði. Eitthvað mun hafa borið
á honum á Norðurlandi undanfarin sumur, og hér sunnanlands sumarið 1978. Reikna
má með, að hann geti orðið vandamál, þar sem veðurfar hæfir honum og einkum
þar sem sýrustig (pH) er hátt.