Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 86
Sjúkdómar og meindýr
-84-
- 7. Vörtuklá6i.
Hætt er við, að þessi sjúkdómur verði töluvert vandamál í framtíðinni.
Hann er verstur í köldum vætusömum sumrum. Nú virðist smit orðið mjög útbreitt
um Suður- og Suðvesturland, og þar sem smit lifir lengi í jarðveginum, má
búast við miklum skaða þegar veðurfarsskilyrði leyfa.
8. og 9. Silfurkláði og Blöðrukláði.
Báðir þessir sjúkdómar eru frekar lítið áberandi á kartöflum. Hér er um
hýðisskemmd að ræða, sem fólk tekur lítið eftir. Silfurkláða getur verið
erfitt að þekkja og ákvarða, en ég tel hann orðinn talsvert algengan. Blöðru-
kláði er orðinn mjög álgengur . Yfirleitt finnst hann eingöngu sem fáar blöðrur
á kartöflunum, en þó geta þær orðið það margar og samfelldar að kartaflan spírar
ekki og er ósöluhæf sem matarkartafla. Báðir þessir sjúkdómar magnast þegar
kartöflur eru settar blautar í geymslu.
Það sem hér gæti orðið til bjargar er sótthreinsun á útsæðinu strax eftir
upptöku með sveppaeitri. Haustið 1977 gerði ég tilraun í Eyjafirði með sótt-
hreinsun á kartöfluútsæði í þeim tilgangi að draga úr blöðrukláða. Ti]j?aunin
var gerð með aðstoð tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum. Fyrst var kartöflum
velt í tunnu án tilsetningar eiturefnis. Þar næst var kartöflum velt í tunn-
unni, en nú eftir að eitri hafði verið duftað yfir þær. Tvö eiturefni voru
notuð, annars vegar 80% thiram (Danatex S) og hins vegar 10% thiabendazol
(Tecto 10P) bæði í magninu 50 g fyrir hver 50 kg af kartöflum. 5 pokar (50 kg)
voru meðhöndlaðir í hverjum lið. Eftir meðhöndlun voru kartöflurnar látnar
standa til vors. Þann 16. mars 1978 skoðaði ég kartöflurnar og varð niðurstað-
an eftirfarandi:
1. tafla. Fjöldi kartaflna (%) með blöðrukláðá í hinum þremur tilraunaliðum:
0 (velt í tunnu án eiturs), Thiram (velt með thiram) og TBZ (velt með thiabenda-
zol). Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á um 100 kartöflum úr hverjum lið,
teknar úr 3 pokum (3 x 30).
Tilraunaliður Heilbrigðar (%) Með blöðrukláða('
0 16,5 83,5
Thiram 62,6 37,4
TBZ 93,2 6,8