Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 87

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 87
-85- Sjúkdómar og meindýr Eins og kemur fram í 1. töflu hefur sótthreinsun gefið góðan árangur, og hefur TBZ virkað betur, ef til vill vegna betri dreifingar efnisins. Ekki var gerð tilraun til að meta umfang blöðrukláða á hverri kartöflu, heldur aðeins skráð, hvort blöðrur fundust eða ekki. Þess skal getið, að yfirleitt var ekki mikill blöðrukláði á hverri kartöflu (heldur ekki í 0) og var hún skráð sjúk, þótt aðeins ein blaðra fyndist. Erlendar niðurstöður sýna, að TBZ getur haft varanleg áhrif á blöðrukláða og silfurkláða, þannig að þetta efni gefur vissar vonir. 10. Rótarflókasveppur. Þótt ekki heyrist um skaða af völdum þessa svepps, þá eru 2 einkenni hans mjög algeng, þ.e.a.s. uppvafin blöð um vaxtartímann og sveppaloðna neðst á stönglinum á haustin. Þetta bendir til þess, að sveppurinn sé útbreiddur og spurningin er, hvort hann tefji ekki spírun á vorin meir en við gerum okkur grein fyrir. 11. -13. Kranssveppur, Blettaveiki og Hnúðbikarsveppur. Þessir sjúkdómar verða að teljast af lítilli þýðingu hér á landi, nema þá mjög staðbundið. Mér hafa borist visin kartöflugrös frá Hveragerði, þar sem orsökin var hnúðbikarsveppur og á skoðunarferð minni um Eyjafjörð sumarið 1978 fann ég í tveimur görðum bletti, þar sem sami sveppur hafði valdið skaða. 14.-15. Fusarium og Phoma-rotnun. Samkvæmt mínum athugunum finnast báðir þessir sjúkdómar sunnan- og norðan- lands. Á Suðurlandi er Phoma aðaldrsök þurrrotnunar, en Fusarium fyrir norðan. Phoma-sveppurinn finnst nú fyrir norðan, en er ekki enn orðinn verulega útbreidd- ur. Báðir þessir sveppir þurfa sár til að smita og smitun á sér stað í ríkum mæli gegn um sár, er myndast við upptöku. Erlendis hefur sótthreinsun með thiaboidazbl strax eftir upptöku gefið góðan árangur og haustið 1977 gerði ég tilraun austur í Þykkvabæ með sótthreinsun á kartöflum með thiram og thiabenda- zol. Sótthreinsunin fór fram ca. viku eftir upptöku á svipaðan hátt og lýst var hér að framan undir Silfur- og Blöðrukláða. Fengnar voru kartöflur af 3 mis- munandi uppruna og fyrir sótthreinsun voru tekin sýni til ákvörðunar á Phoma- smiti. Ákvörðunin á Phoma-smiti fór þannig fram; 50 kartöflur af hverjum upp- runa voru skaddaðar með þar til gerðu áhaldi. Voru gerð 3 sár á hverja kart- öflu og áhaldið sótthreinsað á milli. Eftir sköddun voru kartöflurnar látnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.