Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 87
-85-
Sjúkdómar og meindýr
Eins og kemur fram í 1. töflu hefur sótthreinsun gefið góðan árangur,
og hefur TBZ virkað betur, ef til vill vegna betri dreifingar efnisins. Ekki
var gerð tilraun til að meta umfang blöðrukláða á hverri kartöflu, heldur
aðeins skráð, hvort blöðrur fundust eða ekki. Þess skal getið, að yfirleitt
var ekki mikill blöðrukláði á hverri kartöflu (heldur ekki í 0) og var hún
skráð sjúk, þótt aðeins ein blaðra fyndist.
Erlendar niðurstöður sýna, að TBZ getur haft varanleg áhrif á blöðrukláða
og silfurkláða, þannig að þetta efni gefur vissar vonir.
10. Rótarflókasveppur.
Þótt ekki heyrist um skaða af völdum þessa svepps, þá eru 2 einkenni hans
mjög algeng, þ.e.a.s. uppvafin blöð um vaxtartímann og sveppaloðna neðst á
stönglinum á haustin. Þetta bendir til þess, að sveppurinn sé útbreiddur og
spurningin er, hvort hann tefji ekki spírun á vorin meir en við gerum okkur
grein fyrir.
11. -13. Kranssveppur, Blettaveiki og Hnúðbikarsveppur.
Þessir sjúkdómar verða að teljast af lítilli þýðingu hér á landi, nema
þá mjög staðbundið. Mér hafa borist visin kartöflugrös frá Hveragerði, þar sem
orsökin var hnúðbikarsveppur og á skoðunarferð minni um Eyjafjörð sumarið
1978 fann ég í tveimur görðum bletti, þar sem sami sveppur hafði valdið skaða.
14.-15. Fusarium og Phoma-rotnun.
Samkvæmt mínum athugunum finnast báðir þessir sjúkdómar sunnan- og norðan-
lands. Á Suðurlandi er Phoma aðaldrsök þurrrotnunar, en Fusarium fyrir norðan.
Phoma-sveppurinn finnst nú fyrir norðan, en er ekki enn orðinn verulega útbreidd-
ur. Báðir þessir sveppir þurfa sár til að smita og smitun á sér stað í ríkum
mæli gegn um sár, er myndast við upptöku. Erlendis hefur sótthreinsun með
thiaboidazbl strax eftir upptöku gefið góðan árangur og haustið 1977 gerði ég
tilraun austur í Þykkvabæ með sótthreinsun á kartöflum með thiram og thiabenda-
zol. Sótthreinsunin fór fram ca. viku eftir upptöku á svipaðan hátt og lýst var
hér að framan undir Silfur- og Blöðrukláða. Fengnar voru kartöflur af 3 mis-
munandi uppruna og fyrir sótthreinsun voru tekin sýni til ákvörðunar á Phoma-
smiti. Ákvörðunin á Phoma-smiti fór þannig fram; 50 kartöflur af hverjum upp-
runa voru skaddaðar með þar til gerðu áhaldi. Voru gerð 3 sár á hverja kart-
öflu og áhaldið sótthreinsað á milli. Eftir sköddun voru kartöflurnar látnar