Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 94
Upptaka með vélum
-92-
(framhald af töflu 1)
1975 1976 1977
Rangárvallasýsla:
Oddspartur, Þykkvabæ X X X
Sigtún, ” X X
Skarð, " X
Vatnskot, " X X
I, SKIPULAG OG TILHÖGUN.
Upptökutilraunirnar voru framkvæmdar á búum, þar sem kartöflurækt er
stunduð sem megin framleiðslugrein eða að minnsta kosti mikilvægur liður í
framleiðslu viðkomandi bús og starfsfólkið hafði í flestum tilfellum langa
reynslu af notkun upptökuvélanna.
Tvær gerðir upptökuvéla voru notaðar við upptökutilraunirnar, Faun 1600
frá Underhaug-verksmiðjunni, Noregi og Grimme (Standard og Special), sem
smiðuð er í V-Þýskalandi.
Bil á milli þverteina í upptökubandi var 25 mm í báðum vélunum, en í
tilraun V og VI 1976 með Faun 1600 var millibilið 30 mm.
Seint um haustið 1975 kom sérfræðingur frá Underhaugverksmiðjunni og
leiðbeindi eigendum Faun 1600 um stillingu og notkun vélarinnar.
Haustiö 1976 kom sérfræðingur frá Grimme-verksmiðjunni og stillti vélar,
sem mælingar voru gerðar á og leiðbeindi einnig bændum í Þykkvabæ um stillingu
og notkun Grimmevélarinnar.
Reynt var að skapa breytileg upptökuskilyrði fyrir vélarnar hvað jarðveg,
kartöfluafbrigði og önnur ytri skilyrði snertir, en fjölbreytni í því efni var
verulega háð aðstæðum og vinnutilhögun á hverjum stað.
1. Afköst.
Afköst vélanna voru mæld á þann hátt, að fylgst var með upptökunni um
nokkurn tíma, eða 2-5 klst. samfleytt, og tími tekinn með skeiðklukku (centi-
sek.) á einstökum athöfnum, svo sem upptöku, akstri fyrir enda á garði, losun
kartöflupoka af vél o.fl. I sambandi við þessar mælingar voru ýmsar aðstæður
skráðar, svo sem lengd og millibil raða, uppskerumagn, lega garðlands og jarð-
vegsgerð, kartöfluafbrigði, stilling á upptökuvél, gerð traktors, mannafli o.fl
2. Leifar í jarðvegi.
Magn það, sem upptökuvélin skilur eftir í jarðveginum er háð mörgum breyti
þáttum, ekki síst ökuhraða og stillingu á upptökuvél. Við fyrrgreindar til-
raunir voru leifar þær, sem upptökuvélarnar skildu eftir, fundnar með því, að