Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 98
Upptaka með vélum
-96-
sýnir þó mun lægri tölu, eða 5,8 m-mín/tonn, en þar var pokapallurinn með
vökvalyftubúnaði, sem auðveldaði og flýtti mjög losun.
5. tafla. Losun kartöflupoka af upptökuvél.
Tilr. nr. Raðalengd, m Hlass, kg Mín. á hlass m-mín á tonn % af verk- tíma
Faun 1600
11/76 4x261 890 1,3 5,8 1,5
12/76 2x180 370 1,3 15,3 4,5
36/77 280 400 1,0 12,5 8,0
31/77 4x100 460 1,5 20,1 11,2
Grimme
1/75 2x350 620 2,0 12,6 12,0
5/75 2x442 780 2,2 8,5 7,3
6/75 2x365 820 2,0 9,6 7,9
13/76 4x185 1200 8,4 14,0 8,9
34/77 2x356 700 3,1 17,6 11,5
2. Leifar.
1 2. töflu kemur fram magn það af kartöflum, sem urðu eftir í jarðveginum
við upptökuna. Miðað er við vigtun upp úr garði. Kemur fram, að það er mjög
breytilegt, og er þar um að kenna ýmsum aðstæðum við upptökuna, ekki síst öku-
hraða traktors og stillingu vélar. Ljóst dæmi um þýðingu þess, að upptökuvélin
sé vel stillt er að finna í 2. töflu. Þar eru leifar eftir Grimme haustið
1975 að meðaltali um 600 kg/ha af söluhæfum kartöflum, en síðari mælingar sýna
að meðaltali um 135 kg/ha. Skýringin á þessum mun er fyrst og fremst heimsókn
sérfræðings frá Grimme-verksmiðjunni, sem um getur hér að framan.
3. Áverkar.
Averkar á kartöflum af völdum upptökuvélanna eru asði mismiklir, og eru
ýmsar ytri aðstæður, sem valda. Kartaflan er mjög viðkvæm gagnvart hnjaski,
ekki síst ef hún er tekin upp á meðan hún er í sprettu, eins og tíðast er hér
á landi. 6. tafla greinir frá niðurstöðum athugunar á höggþolni kartaflna.
Teknar voru nýuppteknar kartöflur (handtíndar) og þær látnar falla úr 1 m hæð
í kartöflubing. Tölurnar sýna hvernig kartöflurnar greindust í skemmdarflokka
fyrir og eftir fallprófunina.