Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 101
-99-
Upptaka með vélum
nauðsyn að efla á einn eða annan hátt leiðbeiningastarfsemi og þjónustu á þessu
sviði.
Niðurstöður tilraunanna sýna ljóslega, að kartöflurnar eru afar viðkvæmar
gagnvart öllu hnjaski, enda eru þær tíðast í sprettu, þegar upptaka fer fram
hér á landi. Strangt mat var framkvæmt á kartöfluskemmdum af völdum upptöku-
vélanna. Kom þar fram, að Rauðar ísl. kartöflur þola hnjaskið nokkru betur en
Gullauga. Skaddaðar kartöflur (sár 2 mm eða dýpra) voru að jafnaði 11-12%
af uppskerunni (þyngd), þegar um Rauðar ísl. var að ræða, en 15-18% í Gullauga.
óskemmdar kartöflur, sem þó eru yfirleitt meira eða minna húðflettar, voru um
helmingur af uppskerunni, hvor vélin sem í hlut átti.
Afköst vélanna reyndust háð jarðvegi og öðrum ytri aðstæðum. Við góð
upptökuskilyrði voru afköst Grimme að mun meiri heldur en Faun 1600. I því
sambandi er vert að hafa í huga, að sú fyrrnefnda er vandlátari á ytri aðstæður,
bæði er varðar landhalla og jarðveg, og hún er ennfremur mun dýrari í innkaupi.
IV. NÝ VERKEFNI.
Við áframhaldandi tilraunir með upptökuvélar er mikilvægt að skapa þær
aðstæður, að unnt verði að prófa eina og sömu upptökuvél (ásamt mannafla) við
mismunandi aðstæður, hvað við víkur garðlandi, afbrigði og uppskerumagni,
þannig að haldbetri niðurstöður fáist um notagildi og eiginleika vélanna,
einkum með það í huga að draga úr því hnjaski, sem kartöflurnar verða fyrir
við upptökuna.
Knýjandi er að gera tilraunir með það, að hve miklu leyti kartöflurnar
verða fyrir skemmdum af því hnjaski, sem verður við flokkun, flutning og pökkun
þeirra í neytendaumbúðir og á hvern hátt má draga úr þeim skemmdum, en skv.
sænskum tilraunum í þessu efni verða skemmdir á kartöflunum verulegar við með-
höndlun (Lööw 1964). Slíkar tilraunir er æskilegt að tengja tilraunum með
kartöflugeymslur.
HEIMILDIR.
Lööw, H. 1964. Mekaniska skador pá matpotatis. En kartlággning frán fált till
butik. Meddelande nr. 304. Jordbrukstekniska institutet, Uppsala. 49 s.
ólafur Guðmundsson. 1962. Skýrsla verkfæranefndar ríkisins nr. 8.