Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 107
-105-
Geymslur
þess, að viftubúnaðurinn fékkst ekki afgreiddur í tæka tíð og var ekki settur
upp fyrr en að lokinni upptöku og stjórntæki viftunnar ekki rétt tengd í upphafi.
Haustið 1978 fékkst aðstaða til þess að endurtaka þessa tilraun með loftræst-
ingu í Þykkvabæ, en niðurstöður liggja ekki fyrir, er þetta er ritað.
II. TILRAUNIR SEM GERA ÞARF MEB GEYMSLU KARTAFLNA,
Flestir kartöflubændur taka kartöflurnar upp í poka og setja pokana beint
inn í geymslu. Þeir pokar, sem hafa verið á markaði undanfarið, eru úr þétt-
ofnu gerfiefni. Fróðlegt væri að kanna, hvort pokarnir hindra nægileg loft-
skipti í kartöflunum, t.d. ef þær eru smitaðar af rotnunarsjúkdómi á haustin
og nauósynlegt að þurrka þær og kæla fljótt. í því sambandi mætti bera saman
geymslu kartaflna í stíu, stórum kössum og pokum, e.t.v. mismunandi þéttum.
Kanna þarf hver afköst loftræstiviftu þurfa að vera við kælingu kartafln-
anna á haustinvið íslenskar aðstæður. Þangað til má styðjast við erlendar
leiðbeiningar, en þar eru yfirleitt gefnar upp tölur frá 50-100 m /klst á tonn
af kartöflum.
Kanna þarf hvaða hitastig við geymslu hæfir best þeim kartöfluafbrigðum,
sem rasktuð eru hérlendis, fyrst og fremst Gullauga og Rauðum íslenskum.
1 þessum kafla hefur aðeins verið rætt um kartöflugeymslur og ýmsa þætti,
sem geta haft áhrif á gæði kartaflnanna á geymslutíraanum. A öðrum stað verður
fjallað um meðferð kartaflna við upptöku, flokkun og dreifingu á markað.