Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 112
Næringargildi
-110-
3. Kolvetni.
Eins og fyrr segir, mældi Sturla Friðriksson sterkju í kartöflum með þar
til gerðri vog. Meðalsterkjuinnihald reyndist- vera 13,4%. Mest var í Mandel
Vitblommig -21,2%- en minnst í Konsuragis - 9,9%.
Ekki er getið um aðferð við sterkjumælingar þeirra Jöns E. Vestdals og
Trausta ölafssonar, en að öllum líkindum hefur þar verið um efnafræðilega
aðferð að ræða.
Meðaltal sterkjumælinga Jöns reyndist vera 13,4% eða það sama og hjá
Sturlu. Dreifingin var frá 11,7-16,0%. Hjá Trausta reyndist meðaltalið vera
13,5% og niðurstöðurnar voru á bilinu 11,6-17,0%.
Samanburður á nokkrum niðurstöðum sterkjumælinga þessara manna er gerður
í 4. töflu.
4. tafla. Samanburður á sterkjuákvörðunum Sturlu Friðrikssonar, Trausta ölafs-
sonar og Jöns E. Vestdals (%).
Acker-
segen
(Akur-
blessun)
Alpha Deodara
Erd-
gold
(Jarðar-
gull)
Gull-
auga
Kerrs King
pink Edward
U 1 (Eyvind-(Köngur)
ur)
Sturla Friðrikss. 10,7 11,3 14,0 12,5 15,8 12,7 14,0 15,1
Trausfi ölafsson 12,5 11,6 17,0 12,8
Jón E. Vestdal 15,1 12,8 13,0 11,9 16,0 11,7 13,4 12,3
Af töflunni má sjá, að mikill munur er á niðurstöðum sterkjumælinga sömu
afbrigða. Umhverfisþættir koma að öllum líkindum þarna við sögu.
Kolvetnisinnihald kartaflna er eins og flest næringarefni hennar háð af-
brigði og fjölda umhverfisþátta.
Knut Rönsen (1969) telur að líta megi á kolvetnin sem flokk efna, sem
eru í dynamísku jafnvægi
súkrósi ^ ■ v glúkósi + frúktósi
11 __ 1L,
sterk ja v - glúkósi
Enzym hvata efnabreytingarnar, en áhrif þeirra ráðast síðan einnig af öðrum
efnum svo og hitastigi. Lækkun hitastigs hefur þau áhrif, að sterkjan klofnar
frekar niður (Knut Rönsen 1969).