Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Jólablaðið 2020 fylgir blaðinuJólablað Fréttablaðsins
FRÉTTA
BLAÐIÐ
/VALLI
Jólablaðið
2020
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
VELDU TRAUST
OG GAGNSÆI
*m.v. bílalán í reiknivél Arion banka, 07.10.2020, 20% útborgun 1.078.000 kr. eða í formi uppítökubíls og láns til 84 mánaða
Mitsubishi Outlander PHEV Invite+
Tilboðsverð! 5.190.000 kr. *Mánaðargreiðslur frá 61.770 kr.
VETRARPAKKI AÐ VERÐMÆTI
370.000 KR. FYLGIR!
Unnið er að uppsetningu á skautasvellinu sem Nova hefur veg og vanda af að rísi á Ingólfstorgi þessa dagana en í gær voru starfsmenn Luxor að setja upp ljósin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEILBRIGÐISMÁL Willum Þór Þórs-
son, formaður fjárlaganefndar, segir
að fjármagn hafa verið aukið veru-
lega til Landspítala á kjörtímabilinu.
Engu að síður hafi verið uppsafnaður
halli frá árinu 2017 sem samkvæmt
lögum flytjist á milli ára. Það sé verk-
efni ráðherra og forstjóra spítalans
að finna út úr því í sameiningu
hvernig eigi að takast á við hallann.
„Eftir efnahagshrunið var farið
í niðurskurð á spítalanum en við
höfum verið að reyna að bæta úr og
sett kraft í að byggja nýjan spítala til
að bæta aðbúnaðinn,“ segir Willum.
Á næsta ári verði 4,1 milljarði
króna bætt við rekstur spítalans.
Aðhaldskrafan sé 0,5 prósent, sem
sé 400 milljónir króna en ekki
4,3 milljarðar eins og kom fram í
fréttum RÚV um helgina. „Í svona
flókinni starfsemi er sífellt verið að
reyna að finna leiðir til að nýta pen-
ingana betur,“ segir Willum. Þetta
verði meðal annars gert með breyttu
skipulagi og breyttum vöktum. „Það
vill enginn draga úr þjónustunni.“
Willum segir hluta vandans
þann að komið hafi verið til móts
við lækna og hjúkrunarfræðinga í
kjaramálum. „Vitaskuld eru laun og
verðlagsbætur stór hluti af þessu.
En engu að síður eru þetta 20 millj-
arðar,“ segir Willum.
Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins
í október kom fram að starfsfólki
Landspítala hefði fjölgað um 21,7
prósent frá árinu 2015 til 2019. Hins
vegar hafði framleiðnin minnkað,
um rúmlega 5 prósent hjá læknum
og 2 prósent hjá hjúkrunarfræð-
ingum.
Willum telur að ekki megi lesa
of mikið í þetta og bendir á eldri
skýrslu McKinsey & Company þar
sem komið hafi fram há framleiðni
á spítalanum. Erfitt sé að leggja mat
á framleiðni í flókinni og viðkvæmri
starfsemi eins og á Landspítala, til
dæmis tímalengd skurðaðgerða. – ab
Aðhald spítalans 0,5 prósent
Formaður fjárlaganefndar segir aðhaldskröfu á Landspítala 0,5 prósent en ekki 4,3 milljarða eins og
komið hafi fram hjá RÚV. Fjármagn til spítalans hafi verið aukið verulega en úrlausnarefnið sé flókið.
Það vill enginn
draga úr
þjónustunni.
Willum Þór Þórs-
son, formaður
fjárlaganefndar
DÓMSMÁL „Við fengum nokkuð
góða mynd af atburðum með þessu
sjóprófi,“ segir Bergvin Eyþórsson,
varaformaður Verkalýðsfélags Vest-
firðinga, um sjóprófið vegna ferðar
Júlíusar Geirmundssonar í samtali
við Fréttablaðið gær.
Þar lýstu 14 sjómenn ferðinni
og umdæmislæknir sóttvarna
atburðum í kringum sjóferðina.
Hvorki skipstjóri né forsvarsmenn
útgerðarinnar töluðu en lögmenn
þeirra spurðu sjómenn út í atburði.
„Nú förum við með þessa vitnis-
burði til lögreglustjóra sem hann
getur notað í sína rannsóknar-
vinnu. Ef til kemur að það þurfi að
sækja bætur fyrir okkar menn þá
benda þessir vitnisburðir á hver sé
ábyrgur,“ segir Bergvin. – khg
Frásagnirnar
skjalfestar