Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 4
Öll dauðsföllin eru rakin til fíns svifryks. MÚLAÞING Heimastjórn Borgar- fjarðar eystri í hinu nýja sveitar- félagi Múlaþingi á Austurlandi vill að sveitarstjórnin beiti sér fyrir því að hafsvæði sem kallað er Skápur- inn verði lokað fyrir togveiðum. Togarar megi almennt veiða á miðum tólf sjómílur frá landi. Sums staðar megi togarar koma nær, meðal annars á Borgarfjarðar- miðum. „Þar mega togarar veiða allt að sex sjómílur frá landi og er umrætt svæði nefnt í daglegu tali Skápur,“ segir í fundargerð heima- stjórnarinnar. Á hverju hausti komi togarar og veiði á heimamiðum Borgfirðinga þannig að heimasmá- bátar þurfi róa allt að 40 sjómílur til að eiga von á afla. „Þetta er eina slíka svæðið á landinu sem er svo nálægt sjávarþorpi. Þetta ástand er ógn við kjarnaatvinnugrein brot- hættrar byggðar.“ – gar Loki Skápnum fyrir togveiðum Lagt hefur verið til að banna tog- veiði í Skápnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ TUMI IÐNAÐUR Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í síðustu viku fjallað um iðnnám og vandkvæðin sem fylgja því fyrir nemendur að komast á samning hjá meistara, áður en þeir geta útskrifast. Ræddar voru hugmyndir um að færa iðnnámið alfarið inn í skólana og leggja niður sveinspróf. Finnbjörn A. Hermannsson, for- maður Byggiðnar – félags bygginga- manna, bendir á í pistli á vefsíðu félagsins að hætta sé á að nem- endur í byggingagreinum fái ekki þá þjálfun sem atvinnulífið krefst, verði þessi breyting að veruleika. Vandséð sé að skólarnir geti reist þök eða steypt í mót, svo dæmi séu tekin. Hann geldur líka varhug við að afnema sveinspróf, sem eru á for- ræði atvinnulífsins. „Breytingarnar mega ekki verða til þess að draga úr gæðum iðnnáms, vegna eilífs skorts á fjármagni, eða skerða þjálfun nemenda. Með hjálp atvinnulífsins öðlast nemendur í byggingagreinum dýrmæta þekkingu sem vandséð er að þeir geti aflað sér innan veggja skólanna,“ segir Finnbjörn. – bþ Vilja halda í sveinsprófin jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun Evrópu, EEA, áætlar að 60 ótíma- bær dauðsföll verði á Íslandi vegna útblástursmengunar. Þetta er sami fjöldi og í skýrslu stofnunarinnar á síðasta ári, en þá hafði dauðsföll- unum fækkað um 20 frá fyrra ári. Samkvæmt áætlun umhverfis- ráðherra, Hreint loft til framtíðar, er markmiðið að ná ótímabærum dauðsföllum á Íslandi vegna meng- unar undir fimm árið 2029, meðal annars með rykbindingu gatna og betri upplýsingagjöf um loftgæði á hverjum tíma. Í skýrslu EEA kemur fram að öll dauðsföllin 60 séu vegna fíns svif- ryks. Stofnunin mælir einnig köfn- unarefnisdíoxíð og óson á jörðu niðri. Áhrif þessa tveggja síðast- nefndu efna á heilsufar Íslendinga eru hverfandi. Þrátt fyrir að tala dauðsfalla hafi ekki lækkað milli ára hérlendis er Ísland þó meðal þeirra fjögurra landa sem eru undir strangari við- miðunargildum álfunnar. Hin eru Finnland, Eistland og Írland. Meðal þeirra ríkja sem verst koma út má nefna Ítalíu, Pólland og Rúmeníu. Stofnunin gerir ráð fyrir 417 þúsund ótímabærum dauðsföllum vegna mengunar í 41 Evrópulandi, en gögnum er safnað saman á fjögur þúsund stöðum. Þar af eru rúmlega 76 þúsund dauðsföll í Þýskalandi, 66 þúsund á Ítalíu og og 50 þúsund í Póllandi. Miklar framfarir hafa þó orðið í álfunni sem heild og tekist að fækka árlegum dauðsföllum um 60 þúsund á tíu árum. – khg Enn 60 dauðsföll árlega vegna svifryksmengunar STJÓRNSÝSLA „Okkur finnst rétt að þarna sé meira gagnsæi en ekki svona babúskur þar sem hvert er inni í öðru,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór ásamt Hildi Björnsdóttur samf lokkskonu sinni bókaði í stjórn Orkuveitunnar í lok októ- ber að skoða ætti þá „sviðsmynd að OR verði lagt niður í núverandi mynd og verkefni verði f lutt til dótturfélaga“ svo hver eining yrði sjálfstæðari og hætta á hagsmuna- árekstrum yrði minni. Móðurfélag OR er í raun eins og eignarhaldsfélag að sögn Eyþórs. „Þarf af leiðandi er svolítið langt á milli eigenda og þeirra eininga sem eru raunverulega virkar. Við viljum opna þetta, stytta boðleiðir og létta á kerfinu,“ segir hann Eyþór bendir á að Reykjavíkur- borg sé meirihlutaeigandi í Orku- veitunni sem eigi síðan einstaka einingar í rekstri, meðal annars Veitur, Gagnaveituna og Orku nátt- úrunnar. „Fulltrúar borgarinnar eru með beinan aðgang að Orku- veitunni, sem er eignarhaldsfélag- ið, en ekki með beinan aðgang að rekstrareiningunum,“ segir hann. Frá því Orkuveitunni var skipt upp og dótturfélög stofnuð um mis- munandi rekstur í ársbyrjun 2014, hefur sú regla gilt að þrír af fimm stjórnarmönnum í dótturfélögun- um ásamt varamönnum séu starfs- menn samstæðu Orkuveitunnar. „Það á ekki gera þetta svona bara af því að þetta hefur lengi verið svona heldur skoða hvað sé best til að tryggja samkeppni og að eining- arnar séu óháðar. Það þarf meiri skilvirkni og opna samkeppni í staðinn fyrir að þetta sé lokað,“ segir Eyþór. Gera mætti dóttur- félögin óháð eignarhaldsfélagi. „Því ef þau eru alltaf undir einu félagi þá er ekki víst að hagsmunirn- ir séu alltaf óháðir. En þetta er líka spurning um að einfalda félögin; þetta er orðið dálítið þykkt millilag – Orkuveitan. Og Orkuveituhúsið er náttúrlega táknmynd fyrir mikla yfirstjórn,“ segir Eyþór. Í minnisblaði stjórnenda Orku- veitunnar sem lagt var fram á fyrr- nefndum stjórnarfundi segir að fyr- irkomulagið frá 2014 til að tryggja að samstæðan starfi sem heild í samræmi við áherslur eigenda hafi að því er virðist gefið góða raun. „Í samræmi við framangreindar skýringar er lagt til að ákvæði sam- þykkta dótturfélaga um að þrír af fimm stjórnarmönnum ásamt varamönnum skuli vera starfsmenn samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur, skuli vera óbreytt,“ segir í minnis- blaðinu. gar@frettabladid.is Sjálfstæðismenn vilja að OR verði ekki áfram móðurfélag Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir að verði Orkuveita Reykjavíkur lögð niður sem móðurfélag fengist opnari samkeppni og meira gagnsæi í rekstri dótturfélaga félagsins. Eigendur fengju þá beinan aðgang að stjórnum dótturfélaganna. Stjórnendur OR leggja til óbreytt fyrirkomulag. Eyþór Arnalds segir ekki víst að hagsmunir dótturfélaga OR séu alltaf óháðir hverjir öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er orðið dálítið þykkt millilag – Orkuveitan. Og Orkuveituhúsið er náttúr- lega táknmynd fyrir mikla yfirstjórn. Eyþór Arnalds, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.