Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 6
REYK JANESBÆR Velferðarnefnd Reykjanesbæjar synjaði erindi Öruggs skjóls – félagasamtaka um fjárhagsstuðning upp á 65,6 millj- ónir króna vegna starfsmannahalds sem tengist opnun áfangaheimilis í bæjarfélaginu. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þrátt fyrir það er engan bilbug að finna hjá forráða- mönnum Öruggs skjóls sem stefna að því að opna heimilið í næsta mánuði og verði þá í boði úrræði fyrir þá sem hafi lokið áfengis- eða vímuefnameðferð, fyrrverandi fanga eða þá sem ekki eigi í nein hús að venda á Suðurnesjunum. Öruggt skjól var sett á laggirnar sem minningarsjóður Þorbjörns Hauks Liljarssonar og segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, talsmaður Öruggs skjóls og móðir Þorbjörns Hauks, að stefnan sé enn að opna í desembermánuði. „Við fengum veður af þessum fréttum og erum að skoða hvort við getum minnkað umfang styrktarbeiðnarinnar. Þetta var há upphæð og það er ekkert útséð um að við getum lækkað hana að einhverju leyti, til dæmis með því að fá inn sjálf boðaliða. Þá myndi launakostnaðurinn minnka þótt hann yrði að sjálfsögðu einhver,“ segir Guðrún sem verður forstöðu- maður heimilisins ef þeim tekst að opna. Í rökstuðningi Reykjanesbæjar er hugmyndum Öruggs skjóls hrósað fyrir metnað og tekið undir mikil- vægi verkefnisins. Hins vegar hafi óvissan sem fylgir kórónaveiru- faraldrinum þau áhrif á fjármál sveitarfélagsins að nefndin sjái ekki fram á að geta veitt þennan styrk og var styrkbeiðninni því hafnað. Guðrún segir að Öruggt skjól sé einnig búið að setja sig í samband við ráðuneyti í von um að hefja samstarf þegar áfangaheimilið verði opnað. „Við erum búin að sækja um aðstoð heilbrigðisráðuneytisins, um að við fáum hjúkrunarfólk til að aðstoða okkar og þau sjái um launakostnaðinn sem fylgir þeim. Markmiðið er enn þá að opna í næsta mánuði. Við gefumst ekki upp og höldum áfram að vinna að markmiði okkar að opna áfanga- heimilið.“ – kpt Fá launakostnaðinn ekki greiddan Velferðarnefnd Reykja- nesbæjar hefur synjað beiðni Öruggs skjóls um að fá kostnað við starfsmanna- hald greiddan úr bæjarsjóði. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Skemmtilegasta spurning dagsins ... HVAÐ ER Í MATINN? Skiptastjóri í þrotabúi ACE FBO ehf. auglýsir eftirfarandi eignir þrotabúsins til sölu: Matarlyftari (Catering Truck) af gerðinni Mercedes Benz, árg. 1992, skráningarnr. JV0140. Afísing (Delcer) af gerðinni Ford, árg. 1991, skráningarnr. DK0666. Töskufæriband (Belt Loader) af gerðinni Mulag, árg. 1989, skráningarnr. JV0132. Matarlyftari (Catering Truck) af gerðinni Mercedes Benz, árg. 1987, skráningarnr. JV0136. Salernislosunarbíll (Lavatory Truck) af gerðinni Iveco, árg. 1990, skráningarnr. JV0130. Dráttartöggur (Push Back Tug) af gerðinni Goldhofer, árg. 2000, skráningarnr. IT0031. Dráttartöggur (Push Back Tug) af gerðinni Goldhofer, árg. 2000, skráningarnr. IT0030. Dráttartöggur (Push Back Tug) af gerðinni Goldhofer, árg. 2000, skráningarnr. IT0029. Dráttartæki (Baggage Tug) af gerðinni Still, árg. 2003, skráningarnr. IA0348. Dráttartæki (Baggage Tug) af gerðinni Linde, árg. 2001, skráningarnr. IA0349. Dráttartæki (Baggage Tug) af gerðinni Linde, árg. 2001, skráningarnr. IA0351 Dráttartæki (Baggage Tug) af gerðinni Linde, árg. 2001, skráningarnr. IA0350. Dráttartæki (Baggage Tug) af gerðinni Linde, árg. 2001, skráningarnr. IA0353. Ground Power Unit (GPU) af gerðinni Lecmotoren, raðnr. 1541002. Air Start Unit (ASU) af gerðinni Steward&Stevenson, TMAC 250, raðnr. A1A0048769. Tilboð í framangreindar eignir skulu berast á tölvupóstfangið magnus@landslog.is fyrir föstudaginn 27. nóvember 2020. Magnús Ingvar Magnússon lögmaður, f.h. Ívars Pálssonar skipta- stjóra. HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega þrjátíu einstaklingar leituðu á bráðamót- töku Landspítalans um liðna helgi vegna hálkuslysa. Slysin voru flest minni háttar en Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á spítalanum, segir álagið hafa verið mikið um helgina. „Þetta eru aðal- lega beinbrot, skurðir og mar, og svo höfuðhögg þar sem fólk er að detta og reka höfuðið í,“ segir hann. Jón Magnús segir f lest slysin verða við heimili fólks eða þegar fólk er að fara inn í og út úr bílum. „Við hvetjum fólk til þess að salta eða sanda tröppur við heimili sín og nota mannbrodda þegar það er á göngu,“ segir hann. Þá segir hann fæsta þá sem lenda í hálkuslysum þurfa á innlögn á spítalann að halda, fjölgun slíkra slysa auki þó álag á biðtíma á bráðamóttökunni. „Núna erum við hins vegar að sjá það, þegar starfsemi spítalans er að aukast að nýju, að fjöldi ein- staklinga sem bíða eftir innlögn fer vaxandi,“ segir hann. Í gærmorgun biðu 20 einstaklingar á bráða- móttökunni þess að leggjast inn á legudeildir spítalans. „Það er mjög mikill fjöldi og við höfum ekki séð slíkan fjölda síðan í upphafi þessa árs,“ bætir Jón Magnús við. Í janúar á þessu ári var skipaður átakshópur á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins og Landspítala til að finna lausnir á álagsvanda bráðamóttökunnar og fólust til- lögur hópsins, sem kynntar voru í febrúar, einkum í því að auka heimahjúkrun og að opnuð yrði líknardeild á Landakoti. Þá var sett fram stefnumarkandi ákvörðun af hálfu spítalans um að þeir sjúklingar á bráðamóttöku sem þarfnist innlagnar flytjist sem fyrst á viðeigandi legudeildir, gert verði ráð fyrir að sjúklingar bíði ekki innlagnar lengur en í sex klukku- stundir að hámarki. Jón Magnús segir fjölda þeirra sjúklinga sem nú bíði innlagnar koma til vegna aukins álags vegna COVID-19 en einnig vegna þess að ekki sé hægt að útskrifa fjölda sjúkl- inga sem í raun hafi lokið sjúkra- húsdvöl sinni, slíkur sé skortur á hjúkrunarrýmum. „Á Vífilsstöðum, sem er skil- greind biðdeild, eru í heildina 50 einstaklingar á bið eftir hjúkrunar- heimili og því til viðbótar bíða 35 einstaklingar í bráðaleguplássum,“ segir hann. „Ef þessir einstaklingar hefðu geta komist í rétta þjónustu þá væru ekki 20 einstaklingar að bíða hér á bráðamóttökunni,“ bætir Jón Magnús við. „Þessir einstaklingar fá þjónustu á bráðamóttökunni en hún er bæði verri og dýrari en ef hún væri veitt á réttum stað. Við auðvitað reynum okkar besta en við getum ekki veitt einstaklingi sem þarf á legudeildar- þjónustu að halda þá þjónustu sem hann þarf á bráðamóttökunni,“ segir hann. birnadrofn@frettabladid.is Álagið jókst töluvert vegna slysa í hálkunni Um síðastliðna helgi leituðu um það bil 30 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans vegna slysa sem áttu rót sína að rekja til hálku. Yfirlæknir bráðalækninga segir álagið hafa verið mikið á spítalanum síðustu dagana. Þó nokkur fjöldi fólks leitaði á Landspítalann um síðastliðna helgi vegna hálkuslysa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við hvetjum fólk til þess að salta eða sanda tröppur við heimili sín og nota mannbrodda þegar það er á göngu. Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.