Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 8

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 8
     VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs- íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. desember 2020. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – Lýsing á eign og því sem henni fylgir – Ástand eignar og staðsetning – Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár – Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni SAMFÉLAG Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um hlutfallslegt misræmi menntunar þeirra sem eru starfandi, samanborið annars vegar við atvinnulausa og hins vegar þá sem standa utan vinnumarkaðar. Mælingin segir til um hversu hátt hlutfall atvinnulausra eða þeirra sem eru utan vinnumarkaðar þarf að auka við menntun sína til þess að dreifing menntunar sé sam- bærileg við þá sem eru starfandi. Þannig sést hvort aukin menntun þeirra sem eru utan vinnumark- aðar eða atvinnulausir myndi auka samkeppnishæfni þeirra á vinnu- markaði. „Þessi mæling er fyrsti fasi í stærra verkefni Hagstofunnar sem hefur það að markmiði að gera og þróa færnispá til að kort- leggja tengsl milli vinnumarkaðar og menntakerfis. Slík spá veitir innsýn í þróun framboðs og eftir- spurnar á færni á vinnumarkaði og stuðlar að því að hægt sé að meta ójafnvægi á vinnumarkaði og mis- ræmi á menntunarstigi miðað við starf,“ segir Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Hagstofunni. Þeir sem hvorki fullnægja skil- yrðum til þess að teljast starfandi né eru atvinnulausir standa utan vinnumarkaðar. Misræmi mennt- unar á milli starfandi og þeirra sem standa utan vinnumarkaðar náði lágmarki á öðrum ársfjórðungi 2008 (15,6%) en fór hækkandi fram til ársloka 2019 (27,9%). Þetta bendir til þess að samsetning menntunar hafi breyst milli starfandi og þeirra sem standa utan vinnumarkaðar. Hlutfall þeirra sem standa utan vinnumarkaðar á aldrinum 25-64 ára og hafa grunnmenntun lækkaði úr 51,2% á fyrsta ársfjórðungi 2003 í 38,9% á þriðja ársfjórðungs 2020. Þá minnkaði hlutfall einstaklinga með framhaldsmenntun úr 39,2% í 31,3% á sama tímabili. Á sama tímabili jókst hlutfall ein- staklinga sem standa utan vinnu- markaðar og eru með háskóla- menntun úr 9,6% í 29,8%. „Þessar tölur geta gefið ríkisstjórninni og stefnumótandi aðilum í mennta-, vinnumarkaðs- og atvinnumálum vísbendingu um hvað gera þurfi til að auka samkeppnishæfni atvinnu- lausra og þeirra sem standa utan vinnumarkaðar. Það er hlutverk Hagstofunnar að miðla tölfræðilegum upplýsingum á borð við hlutfallslegt misræmi menntunar til að stuðla að upplýstri umræðu og lýðræðislegum ákvörð- unum en svo er það fyrrgreindra aðila að taka boltann og bregðast við í samræmi við þær upplýsingar,“ segir hún um niðurstöðu mæling- anna um misræmi menntunar milli starfandi og þeirra sem standa utan vinnumarkaðar. „Gögnin sýna enn fremur að mis- ræmi menntunar atvinnulausra og þeirra sem eru starfandi minnkaði eftir bankahrunið árið 2008. Það gefur mögulega vísbendingar um að f leiri með framhaldsmenntun og/ eða háskólamenntun voru í virkri atvinnuleit á þeim tímapunkti en samanborið við tímabilið fyrir hrun,“ segir Ragnhildur enn fremur um niðurstöður mælinganna. hjorvaro@frettabladid.is Vantar hvata til menntunar Mælingar Hagstofunnar benda til að auka þurfi hvata þeirra sem standa utan vinnumarkaðarins til að auka samkeppnishæfni með meiri menntun. Hagstofan kannar tengsl vinnumarkaðar og menntunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þessi mæling er fyrsti fasi í stærra verkefni Hagstofunnar sem hefur það að markmiði að þróa færnispá til að kort- leggja tengsl milli vinnu- markaðar og menntakerfis. Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eign- arhlut í Stoðum hf. Stoðir hf. er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu einkafjárfesta. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem uppfylla skilyrði um að teljast hæfir fjárfestar. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans með því að senda tölvupóst á netfangið soluferli@landsbank- inn.is. Þá má nálgast trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats og tilboðsskilmála á vef bankans, www.landsbankinn.is. Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfis- skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynningargögn um Stoðir hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við til- boðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsformið má nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Tilboðsfrestur er til kl. 17.00, þriðjudaginn 8. desember 2020. Opið söluferli á eignarhlut Landsbankans í Stoðum Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.