Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 16

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 16
Jólin eru hátíð ljósa og gleði. Fagnaðu á öruggan og áhyggjulausan hátt með okkur. Þú færð brunavarnapakka í nýrri vefverslun okkar www.securitas.is/jolin ÖRUGG JÓL Öryggiskerfi SAMSTARFSAÐILI 15:04 100% Enda þótt réttur lesenda, hlustenda og áhorfenda fjöl-miðla sé skýlaus hvað varðar aðgreiningu sjálfstæðs ritstjórnar- efnis og keyptrar umf jöllunar eru vinnu- og siðareglur um slíkt teygðar og togaðar alla daga. Oftast eru „undanþágurnar“ í sjálfu sér saklausar og skipta engu máli fyrir sálarheill þeirra sem ekki áttuðu sig á feluleiknum sem að baki lá. Vænt- anlega skipta umfjallanir af þessu tagi hundruðum á hverjum degi og ekki síst í smærri fjölmiðlum sem allar klær þurfa að hafa úti til þess að hafa í sig og á. Skiptir þá kannski ekki öllu hvort fréttin um þessa bók var keypt, umfjöllunin um þennan sófa var kostuð eða viðtalið um „besta veitingastaðinn“ fékkst í gegnum kunningsskap. Öðru máli gildir um virta, hvað þá ríkisrekna, f jölmiðla ef þeir taka til umfjöllunar viðkvæmar persónulegar deilur þar sem jafn- vel börn eiga hlut að máli og spegla einungis aðra hlið þrætunnar vegna falinna hagsmuna. Ég hef auð- vitað ákveðið mál í huga og sting niður penna af því að mér blöskrar umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 á mánudaginn 9. nóvember sl. Um er að ræða annars vegar þraut- reyndan þáttarstjórnanda hjá Rík- isútvarpinu, Sigmar Guðmundsson, í aðalhlutverki og hins vegar við- mælanda hans sem stundakennara hjá Háskólanum í Reykjavík, Dögg Pálsdóttur lögmann. Samtalið á sér stað undir yfir- varpi fræðilegrar og faglegrar umræðu um lagalegt umhverfi meðlagsgreiðslna. Tilefnið er hins vegar harðvítugar deilur vegna nokkurra ára gamals samkomu- lags um sameiginlega framfærslu tveggja barna. Augljóst er að fag- lega spjallinu er ætlað að undir- strika fyrirfram ákveðna afstöðu beggja til deilumálsins. Fulltrúi háskólasamfélagsins, sem að auki er föðurnum „til aðstoðar“ sem lög- maður, dregur upp einfalda mynd undir merkjum fræðimennsku og hlutlægrar umfjöllunar Ríkisút- varpsins: Faðirinn er fórnarlambið. Móðirin hefur „ógnartök“ í úreltu kerfi sem bregst þeim sem órétti er beittur. Dulargervið eitt og sér gerir að mínu viti þáttargerðina að fals- frétt. Ég tel að auki hina einföldu niðurstöðu spjallfélaganna um gerandann og þolandann ranga. Út í þá sálma verður ekki farið hér með því að rekja efnisatriðin og atburðarásina. Þáttargerðarmaðurinn, sem e.t.v. tók málið á dagskrá vegna þess að hann þekkti til þess, lét þess getið að viðmælandinn úr háskólasamfé- laginu væri jafnframt föðurnum í deilumálinu til aðstoðar. Það er þakkarverð fagmennska og í því ljósi þarf að skoða orðfærið í eftir- greindum ummælum fræðimanns- ins um nauðsyn þess að breyta núgildandi lögum: „Við þurfum að gera þetta með einhverjum öðrum hætti heldur en þeim að lögheim- ilisforeldrið hafi þessi ógnartök á allri stöðunni ef það dettur í það að einhvern veginn bara hætta við að virða það sem þó var samið um og svo auðvitað þarf sá sem gæti lent í því að fá hlutina í bakið [...]. Og spyrillinn stenst það ekki að bregða sér úr dulargervi hinnar faglegu umfjöllunar með því að bæta við: „Já, já, og það eru auðvitað þó nokk- ur dæmi um að þetta hafi gerst og þú hefur sem sagt verið að aðstoða þennan föður sem er í þessari stöðu núna. Takk fyrir að segja okkur frá þessu og setja okkur inn í.“ Ég hirði ekki um að elta ólar við sleggjudómana sem til þessa hafa fallið úr vinahópi föðurins á samfélagsmiðlum og á einni lítilli útvarpsstöð. Sjálfsagt er engu að síður að minna þá sem flaggað hafa afstöðu sinni opinberlega á hið fornkveðna að sjaldan valdi einn þá tveir deila og ekki síður að aðgát skuli höfð í nærveru sálar eins og þjóðskáldið minnti okkur svo eftir- minnilega á í Einræðum Starkaðar. Ég vek athygli á því að fjárhagslega stöðutakan er ekki einföld enda um að ræða tvö börn en ekki eitt og tvo feður sem báðum ber að greiða meðlag til móðurinnar. Svo virðist því miður sem munnlegt samkomu- lag móður og föður yngra barnsins um skiptingu kostnaðar við fram- færslu beggja barnanna standist ekki skoðun og ennþá síður útfærsla þess á undanförnum árum. Vel kann að vera að það sé rétt hjá Dögg Pálsdóttur að núverandi lagaumhverfi, sem að hennar sögn er eins og „aftan úr fornöld“, þurfi að endurskoða. Skoðun sína byggir hún augljóslega m.a. á þessu til- tekna máli og þeirri afstöðu sinni að kerfið sé að bregðast föðurnum. Að minnsta kosti tvær hliðar eru á þeim peningi. Hin gæti t.d. verið sú að kerfið sé þvert á móti að koma einstæðri móður til bjargar sem vísvitandi hefur sökum vanmættis verið beitt órétti árum saman. Kerf- ið er í þessu tilfelli ekki að bregðast heldur bjarga. Umræddur faðir „[...] lenti ekki í því að fá hlutina í bakið...“. Móðirin ákvað ekki „[...] að einhvern veginn bara hætta við að virða það sem þó var samið um...“. Réttur til þess að leita eftir leið- réttingu á útreikningum að baki umsaminni jafnri skiptingu með- lags fyrnist sem betur fer ekki á skömmum tíma. Sérstaklega af því að þar gætu börn einnig átt hags- muna að gæta. Kerfið gefur svig- rúm til endurmats og ef á þarf að halda tekur það afstöðu til þess með dómsúrskurði hvort rétt hafi verið reiknað. Slíkar niðurstöður ráðast sem betur fer ekki af falsfréttum í felulitum fagmennsku og heldur ekki af illa ígrundaðri umræðu á samfélagsmiðlum. Falsfréttir í felulitum Steinbergur Finnbogason lögmaður STJÓRNANDINN Upplýsandi og fróðleg þáttaröð um konur, fyrirmyndir og fjölbreytileikann í íslensku atvinnulífi í umsjá Huldu Bjarnadóttur. Þriðjudaga kl. 21:30, bara á Hringbraut. FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU FYRSTI ÞÁTTUR Í KVÖLD KL. 21.30! STJÓRNANDINN 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.