Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 56

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 56
Þórunn býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegu raðhúsi á besta stað í Fossvoginum þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á jólaskrauti og skreytingum, eða bara jólunum. Innblástur sæki ég í blöð, Pinterest sem ég skoða mikið, og svo er ég tíður gestur hjá vinkonum mínum í Magnoliu, sem hafa meðal annars gert jólakransana mína í mörg ár, og bæti ég við fyrir hver jól. Þórunn segist vera fremur fast­ heldin á liti og jólaskraut. „Ég held mikið í sömu liti í mínum þema og er ekki mikið fyrir að hafa mikla liti í jólaskrauti, mér finnst alltaf fallegast að vera með þessa nátt­ úrulegu liti, nota mikið köngla, alls kyns greni og svo auðvitað svart, hvítt, grátt og beige, sem er litapall­ ettan mín.“ Þórunn er með litapallettuna og efnisval á hreinu fyrir þessi jól. „Það eru þessir fallegu brúnu tónar, flauel, hör með smá svörtu og auð­ vitað jólagreni og mikið af kertum. Svo einfalt og fallegt,“ segir Þórunn og er mjög hrifin af einfaldleik­ anum. Jólakransarnir frá Magnoliu Segðu okkur frá jólaskrautinu þínu í ár og hvaðan þú færð innblásturinn. „Ég á nokkra einstaklega fallega jólakransa sem ég fékk í Magnoliu. Fyrir hver jól fæ ég ávallt upp­ lyftingu á þeim, þeir eru hér og þar um húsið og mér finnst þeir skreyta svo mikið. Ég hef skreytt minna síðustu ár en ég gerði, finnst fallegra að hafa minna af skrauti, og vil hafa það frekar látlaust, einfalt, „keep it simple“ eða „less is more“. Aðspurð segist Þórunn oft fá innblástur í fallegum verslunum, blöðum og á netinu, og reyni ávallt að gera hug­ myndirnar að sínum. Fyrsta jólaskrautið kúla með Maríu mey Manstu eftir fyrsta uppáhalds jóla- skrautinu þínu? „Já, ég hélt alltaf upp á kúlu með Maríu mey sem ég man eftir að hafa skreytt tréð með sem krakki. Ég á þessa kúlu enn í dag. Allir jólakransarnir mínir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Þórunn hefur mikið fyrir jólunum og byrjar snemma að undirbúa jólin. „Ég byrja mjög snemma að undirbúa jólin, finnst gott að vera skipulögð þegar kemur að jólunum. Byrja að skreyta í lok október, og bæti aðeins við í kringum aðventuna, ég er mikið jólabarn og er kölluð jólaálfurinn. Get klárlega sagt að þetta sé mín uppáhaldsárstíð.“ Það er margt sem Þórunni finnst skemmtilegt við jólin og á í vandræðum með að gera upp á milli. „Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við jólin er lyktin af grenikertunum, fersku jólagreninu, svo eru það öll fallegu ljósin, sam­ verustundirnar með fjölskyldunni, jólahlaðborðin, jólatónleikarnir og svo má lengi telja. Nú hlakka ég mikið til að halda jólin í bústaðn­ um okkar sem við erum búin að vera að vinna í að gera heimilis­ legan og kósí.“ Það leynir sér ekki að Þórunn er mikið jólabarn og fær alla fjölskyld­ una í lið með sér. „Jólabarnið í mér smitar út frá sér og nú eru börnin mín þvílík jólabörn, í þessu húsi byrja jólalögin að hljóma í septem­ ber sem og jólamyndirnar að rúlla.“ Áttu þinn uppáhaldsjólasvein? „Kertasníkir er minn jólasveinn, hann færði mér ávallt svo veglegar gjafir í skóinn þegar ég var krakki, en svo tók maðurinn minn við og gefur mér gjöf í nafni hans.“ Fastar jólahefðir og venjur eru Þórunni hugleiknar. „Gegnum árin höfum við ávallt farið á jólatónleika, ég baka sörur með systur minni, svo er alveg ómissandi að baka jólaterturnar hennar mömmu. Svo förum við einnig og höggvum okkar eigið jólatré í Haukadalsskógi sem er alltaf jafn gaman. Á Þorláksmessu tökum við svo jólahlaðborð með fjölskyldunni og svo rölt í mið­ bænum og svo er það skatan hjá systur minni. Mér þykir mjög vænt um þessar hefðir, en nú í ár verður þetta aðeins öðruvísi, þessi jól verða öðruvísi en öll önnur jól.“ Öðruvísi jól í New York Ertu til í að deila með okkur lesendum minningum um öðru- vísi jól en þið áttuð að venjast? Já, það er tvennt sem stendur upp úr. Við fjölskyldan höfum nokkrum sinnum verið á Flórída yfir jólin og einu sinni flugum við í gegnum New York og gistum eina nótt. Okkur langaði til að upplifa jóla­ stemninguna þar. En svo var það fyrsta sem við þurftum að gera þegar við fórum út að fara í fyrstu búðina sem við sáum og kaupa okkur húfur, trefla og vettlinga, því kuldinn var svo rosalegur. Ég held að við höfum aldrei labbað eins hratt í gegnum Central Park og þá. Ég man að við stukkum reglu­ lega inn í búð til að hlýja okkur og við þekkjum nú alveg kulda hér en þetta var nístingskuldi. Síðan ein jólin lentum við í því að öll jólatrén voru búin nema bara pínulítil, ég var smá leið, en þetta var mjög skrítið þar sem allt er nú til í Ameríku og mikið af öllu. Mér fannst svolítið eins og við værum í jólamyndinni „Christmas with the Cranks“. Annars hlakka ég mikið til að vera með fólkinu mínu og fjölskyldu yfir hátíðarnar í ár og njóta eins vel og hægt er,“ segir Þórunn að lokum. Ég held mikið í sömu liti í mínum þema og er ekki mikið fyrir að hafa mikla liti í jólaskrauti, mér finnst alltaf fallegast að vera með þessa náttúrulegu liti. Rómantísk jól þar sem einfaldleikinn ræður ríkjumMæðgurnar hafa gaman af því að skreyta saman og undirbúningur jólanna er í hávegum hafður. Birgitta Líf og Leah Mist Brandsdætur hafa erft áhugann, hæfileikana og listsköpunina frá móður sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Embla tekur ávallt þátt og nýtur þess að stilla sér upp. Þórunni er margt til lista lagt og hér má sjá fallega jóla- köku sem hún bakaði og skreytti. Þórunn er hugmyndarík í bakstr- inum og gerir fallegar jólakökur sem heilla yngri kynslóðina upp úr skónum. Hér má sjá jólatréspinna sem gleðja bæði auga og munn. Þórunn hefur líka mjög gaman af því að pakka inn jólagjöfum og nostra við pakkana. Listrænir hæfileikar hennar skína í gegn þegar kemur að innpökkun jóla- gjafanna. Grenið spilar stórt hlutverk á jólunum hjá Þórunni og einfaldleikinn er í forgrunni. Þórunn Högnadóttir, stílisti og fagurkeri með meiru, byrjar snemma að setja upp aðventuna og veit fátt skemmtilegra en að fegra heimilið fyrir hverja árstíð en jólin eru í sérstöku uppáhaldi. Sjöfn þórðardóttir 24. nóvember 2020 JÓL 2020 34 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.