Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 60
Charlotte býr hér ásamt föður sínum, Eliseo Cabiles, eiginmanni sínum, Kent Geonzon, og börnum þeirra, Andrea Cabiles, Clark Kent Geonzon og Amara Geonzon. Þann 1. október var Charlotte búin að setja upp jólatréð í stofunni í fullum skrúða og byrjuð að skreyta íbúðina með fallegu jólaskrauti. Það má þannig segja að fjölskyldan hafi, líkt og margir aðrir þetta furðulega ár, tekið ákveðið forskot á jólasæluna, með íslenskar jóla- hefðir í huga. En fyrir Charlotte má halda því fram að skreytingarnar hafi meira að segja hafist heldur seint. „Á Filippseyjum er það venja Jólahátíð í sex mánuði Fjölskylda Charlotte. Fyrir framan eru hjónin Char- lotte Geon- zon og Kent Geonzon með stelpurnar sínar tvær, Andrea Cabiles og Amara Geon- zon. Fyrir aftan er sonur þeirra, Clark Kent Geonzon, og faðir Charlotte, Eliseo Cabiles. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Jólatréð keypti Charlotte í Costco eftir að hafa gefist upp á að finna ekta jólatré til sölu í september. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Charlotte Geonzon og fjölskylda hennar eru upprunalega frá Fil- ippseyjum og settust að á Íslandi árið 1999, eða fyrir rúmlega 20 árum. Jólahefðir fjölskyldunnar hafa vakið athygli vina og vanda- manna, enda má segja að jólin byrji nokkuð snemma hjá þeim á íslenskan mælikvarða. að byrja jólin alltaf snemma og við höfum haldið í þá hefð hér á Íslandi. Við erum vön að taka jóla- skrautið fram í byrjun september, hvort heldur sem er jólatré, seríur eða annað skraut. Skrautið minnir okkur á anda jólanna, þar sem gjafmildi, gleði og fjölskylda er það sem skiptir allra mestu máli. Börnin elska að syngja jólalög og við gefum þeim sælgæti og gjafir. Svo setjum við jólaskrautið ekki niður fyrr en í febrúar,“ segir Char- lotte, sem hefur starfað á leikskól- anum Fögrubrekku á Seltjarnar- nesi um árabil. Charlotte segir að eitt árið hafi sig langað til þess að vera með ekta tré en það hafi verið nokkuð erfitt að komast í slíkt svo snemma fyrir jól. „Ég fór þá bara í Costco og keypti stórt gervijólatré handa okkur. Þetta er mjög vandað og fallegt tré og sómir sér vel í stofunni. Pabbi verður alltaf glaður þegar tréð er komið upp. Það minnir hann á jólin á Filippseyjum.“ Að mati Charlotte byrja Íslendingar heldur seint að halda upp á jólin svona almennt séð. „Þeir byrja of seint og svo eru hátíðirnar búnar allt of snemma. Jólin eru komin niður í geymslu snemma í janúar. Hvernig er hægt að njóta jólanna á bara þremur dögum? Jólin eru bara einu sinni á ári og það er um að gera að njóta þeirra lengi. Við elskum jólin á Filippseyjum og þetta er tími fjöl- skyldunnar til þess að vera saman, gefa, deila með sér.“ Jólamaturinn á miðnætti Fjölskylda Charlotte er kaþólsk og halda þau jólahátíðina sjálfa á nokkuð svipaðan hátt og venja þykir á Íslandi. Aðfangadagur, jóla- dagur og annar í jólum. Á Filippseyjum er aukinheldur venja að byrja á að halda daglega til kirkju níu dögum fyrir aðfanga- dag og þegar komið er heim úr níundu kirkjuferðinni, þann 24. desember klukkan 11 um kvöldið, segir Charlotte það vera hefð í fjölskyldunni að þá megi óska sér. Þessi hefð nefnist Simbangabe upp á filippeysku og byrjar þann 16. desember. „Svo borðum við saman jólamáltíðina á miðnætti 24.–25. desember. Hér á Íslandi borðum við klukkan 6 eins og venja er hér á landi. Jólamáltíðin á Íslandi samanstendur af hamborgarhrygg, humar og vorrúllum, því krakk- arnir elska vorrúllur.“ Tími fjölskyldunnar Móðir Charlotte býr á Filipps- eyjum ásamt systur Charlotte og frændsystkinum. „Við ætluðum að fá mömmu til okkar um jólin frá Filippseyjum, en vegna COVID-19 faraldursins var það því miður ekki hægt í ár.“ Bróðir Charlotte er svo búsettur í Bandaríkjunum og því er fjölskyldan nokkuð dreifð. „Í kringum jólahátíðirnar reynum við að hittast á netspjalli og óska hvert öðru gleðilegra jóla og tala aðeins saman. Það er mikilvægt að rækta fjölskylduböndin, sérstak- lega um jólin.“ Charlotte minnist jólanna sem hún átti á Filippseyjum sem barn. „Þegar ég var lítil á Filippseyjum áttum við ekki mikið af peningum og jólaskrautið bjuggum við allt til sjálf, sama með jólatréð og skreytingarnar á það, við bjuggum það til sjálf. Hér á Íslandi kenni ég börnunum mínum að við erum heppin að hafa það gott. Ég kenni þeim líka mikilvægi þess að gefa með sér og deila. Og svo er mér í mun að þau læri hvað fjölskyldan er mikilvægur þáttur í lífinu.“ Charlotte var eitt sinn spurð af samstarfsmanni hvers vegna hún væri að senda háar fjárhæðir heim til Filippseyja fyrir jólin. „Móðir mín og systir búa báðar á Filipps- eyjum og um jólin þá sendum við alltaf peninga til þess að hjálpa þeim. Fjölskyldan okkar á Filipps- eyjum hefur ekki mikið á milli handanna og okkur þykir gott að geta hjálpað til að gera jólin gleði- legri heima fyrir.“ Kork jógadýnur og fylgihlutir Útsölustaðir: Dekra.is Jógastúdíó Kali.is Sambúðin Systrasamlagið Útilíf 24. nóvember 2020 JÓL 2020 38 FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.