Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 72

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 72
Ég hef gaman af því að setja á borð silfur sem amma mín átti. Einn ig erum við með gamlar jólaskeiðar og veljum þá fæðingarár okkar. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Jóhann Gunnar er þekktur úr þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 en þar sýndi hann eftirminni- lega takta í fatavali og er hvorki feiminn við glys né glimmer. Hann er einnig þekktur sem bötler enda starfaði hann sem slíkur á Bessastöðum lengi. Kristín, eða Kiddý, eins og hún er kölluð, starfar sem upplifunar- og þróunarstjóri Þjóðleikhússins en bæði hafa ánægju af fallegum hlutum. Kiddý er menntaður blóma- skreytir og framleiðslumaður svo hún leggur sig fram af miklum metnaði við jólaskreytingarnar. Kiddý og Jói ráku blómabúð á árum áður og kunna því vel til verka þegar kemur að blóma- skreytingum. Hjónin eru sérstaklega samheld- in og vinna hlut ina í samvinnu. „Kiddý er náttúrlega helst með blómaskreytingarnar. Við erum pínulitlir nördar í þessu. Viljum hafa allt samstætt. Leggjum áherslu á að jólakúlur í skreytingum séu í stíl við skraut í ljósa krónunni og á jólatrénu. Þannig fáum við heild- rænt útlit en ekki allt hvað úr sinni áttinni,“ útskýrir Jói. „Stundum erum við með túlípana á borðum, en núna ákváðum við að vera með fallega blómaskreytingu. Hún má þó aldrei vera hærri en 23 cm, til að fólk geti horfst í augu yfir borðið. Oft er ég að elda jólamatinn á meðan hún setur upp borðið með fallegum skreytingum. Við viljum hafa jólaborðið fallegt og erum hrifin af glysi og glimmeri. Um áramótin gerum við svo eitthvað allt annað,“ segir Jói og bætir við að hann sé svo mikill nörd að hann mæli hversu langt hnífapörin eigi að vera frá borðbrún. Jói segir að þau skreyti matar- borðið eftir því hvort bera eigi matinn fram á fötum eða á diskunum. „Það þarf meira pláss þegar maður fer með allan matinn á borðið í skálum og á fati. Við vorum með hvítt, gyllt og silfurlitt að þessu sinni og við erum oftast með þá. Ég hef gaman af því að setja á borð silfur sem amma mín átti. Einn ig erum við með gamlar jólaskeiðar og veljum þá fæðing- arár okkar. Þetta er því blanda af nýju og gömlu. Síðan röðum við jólasveinum úr Jólahúsinu í Eyja- firði á skenkinn fyrir aftan borðið.“ Jói og Kiddý hafa alltaf verið með möndlugraut með karamellu- sósu í forrétt á aðfangadag en núna ætla þau að færa hann til hádegis og hafa humar í staðinn. „Við erum alltaf með rjúpu á aðfangadag og síðan erum við með ís á eftir sem er uppskrift frá ömmu Kiddýar. Við viljum halda í gamlar hefðir. Borðum til dæmis eftirréttinn eftir að pakkar hafa verið teknir upp.“ Jói segir að hann leggi mikið upp úr servíettubrotum og að þessu sinni gerði hann jólatré úr servíettunum. Hann sagðist hafa gúgglað christmas tree napkin fold og fengið upp Youtube-kennslu- myndband. „Það var mjög einfalt að gera þetta,“ segir hann. „Við höfum mjög gaman af því að skreyta hjá okkur og sérstaklega núna á þessum skrítnu tímum. Okkur veitir ekkert af að fá smá gleði og birtu inn í lífið. Aðventan er skemmtilegur tími.“ Nördar þegar kemur að skreytingum Kristín og Jóhann Gunnar eru miklir snillingar þegar kemur að skreyting- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Glæsilegt borðið þar sem litlu hlut- irnir skipta öllu máli. Gamalt sllfur frá ömmu Jóa og jólaskeiðar fá sinn stað á fallegu veislu- borðinu. Jói mælir lengdina frá borðbrún að hnífapörum. Sömuleiðis eru glösin á borðinu í réttri fjarlægð. Það er ekki amalegt að setjast til borðs við þetta borð. Kristín er lærður blómaskreytir og kann að útbúa fallegar skreytingar með lifandi blómum. Hjónin Jóhann Gunnar Arnars- son og Kristín Ólafsdóttir eru sannkallaðir fagurkerar og leggja mikla áherslu á að hafa fal- legt í kringum sig. Það á ekki síst við um jólin. Þau úthugsa hvert smáatriði. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 50 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.