Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 82

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 82
Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is María segist vera alin upp á kristi- legu heimili. „Ég undirbý og fagna komu Frelsarans, hátíð ljóssins á ýmsan hátt. Skreyti heimilið mitt og sumarbústaðinn,“ segir hún og bætir við að hún leggi mikla áherslu á að skreytingarnar séu vel gerðar og fallegar. „Ég geri jólainnkaupin tímanlega og vel að njóta frekar aðventunnar og komu jólanna í rólegheitum. Mér finnst gaman að fara á jólatónleika, nýt þess að baka, elda góðan mat og nýt félagsskapar minna nánustu,“ segir hún. „Þar sem ég er alin upp á kristnu heimili var okkur systkinunum kennt um gildi jólanna.“ María segist hafa fengið áhuga á jólaskreytingum frá móður sinni. „Mamma hafði ljós í öllum gluggum. Síðan var jólatréð skreytt á Þorláks- messu og var aldrei kveikt á því fyrr en klukkan sex á aðfangadag um leið og kirkjuklukkurnar hringdu Jólafegurð í sveitinni Glæsileg stofan í sumar- bústaðnum hjá Maríu og Tryggva. Arinn- inn gerir þetta enn meira kósí. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI María Marta stendur hér fyrir framan sælureitinn í sveitinni sem hún hefur skreytt hátt og lágt. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Trén bera falleg ljós og sömuleiðis potturinn. Það er notalegt að vera í svona umhverfi á vetrarkvöldum. Meira að segja sauna-klefinn er skreyttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIMaría leggur líka áherslu á að hafa fallegt borðskraut, hvort sem það er heima eða í bústaðnum. María er mikill fagurkeri eins og sjá má á handverki hennar. Hún skreytir gjarnan með greni úr náttúrunni. Gestahúsið fær einnig að njóta sín í jólaljósum. Aðventukrans sem er skreytt- ur af Elísu í 4 árstíðum sem heillaði Maríu og skreytir nú bústaðinn. MYND/AÐSEND María Marta Sigurðardóttir er mikið jólabarn og segir að jóla- hátíðin sé mikilvægur tími lífs síns á hverju ári. Hún skreytir ekki einungis heimili sitt heldur einnig fallegan sumarbústað. inn jólin. Það veitir mér mikla gleði að hafa fallegt og hreint í kringum mig. Ég hef það kannski svolítið í mér og hef lært að búa til ýmsar skreytingar, hvort sem það eru jóla-, haust- eða sumarskreytingar. Ég notfæri mér náttúruna í kringum bústaðinn og tíni þar ýmislegt sem nýtist í skreytingarnar,“ segir hún. Fallegi bústaðurinn hennar Maríu er ekki langt frá borginni. Hún og eiginmaður hennar, Ásgeir Markús Jónsson, sem nú er látinn, keyptu bústaðinn árið 2008 af dönsku fyrirtæki, EBK, en hann kom í tveimur gámum. Tveir danskir smiðir settu hann upp fullbúinn á fjórum vikum. „Fjölskyldan notar bústaðinn árið um kring enda stutt að fara. Á aðventunni höfum við alltaf átt saman dag í bústaðnum, borðum hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Stundum bökum við piparkökur, spilum og hlustum á jólatónlist. Svo er farið í góða göngu- túra um nágrennið,“ segir María, sem á þrjú börn, tvö tengdabörn og eitt barnabarn. Öll hafa þau ánægju af sælureitnum, eins og hún kallar bústaðinn. María segist hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast góðum manni, Tryggva Þorsteinssyni, sem hafði farið í gegnum sömu lífsreynslu og hún, að missa maka. „Tryggvi á dóttur, tengdason og barnabarn en saman skapa fjöl- skyldur okkar áframhaldandi minn- ingar og samveru. Við sóttum ein- mitt barnabörnin, litlu stelpurnar okkar, í leikskólann um daginn og fórum í bústaðinn, drukkum heitt súkkulaði, borðuðum vöfflur, spiluðum og tókum myndir af þeim með nýju jólasveinahúfurnar sem ég prjónaði. Lífið er dásamlegt. Guð gefi Íslendingum gleðiríka aðventu og jólahátíð,“ segir María, en myndirnar lýsa best jólafegurðinni í sveitinni hennar. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 60 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.