Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 96

Fréttablaðið - 24.11.2020, Síða 96
Jólakúlurnar sem Sylvía gerir eru bæði fallegar og með alls konar myndefni og sumar hverjar eru afar persónulegar. „Ég byrjaði fyrst að mála á jólakúlur ein peninga- laus jólin fyrir tólf árum til að redda jóla gjöfum handa vinum og vandamönnum. Næstu jól á eftir byrj aði ég að selja þær á mörk- uðum og í versl unum. Núna býð ég ein göngu upp á sérpantanir á kúlunum,“ segir Sylvía. Sogast í að vera krútt Ásamt því að mála á jólakúlur fyrir jólin málar Sylvía líka myndir og er bæði þreifandi og leitandi sem listamaður. „Ég leik mér með ýmsa stíla og langar alltaf mjög mikið að vera kúl og töff og segja eitt hvað stórt sem listamaður. En svo sogast ég ósjálfrátt til baka í að vera krútt og gera eitthvað dúllu legt og fal- legt. Það sem ég sæki nefnilega mest í og er mér eðlislægt, er að segja sögur og ná ákveðinni til- finningu. Ég sæki rosalega mikið í ró og kyrrð, myrkrið og kuldann.“ Persónulegar jólakúlur Að sögn er alltaf vinsælt að biðja um klassískar jólakúlur eins og með jólasveinunum, Grýlu eða Leppalúða. „Aðrir sérpanta per- sónulegri kúlur eins og parakúlur, fjölskyldukúlur, afa- og ömmu- kúlur, vinkonukúlur, fyrstu-jólin- kúlur eða með ein hverju sérstöku frá árinu sem er að líða. Svo hef ég fengið alls konar skemmtilegar og sérstak ar beiðnir eins og að fá geimverur á kúluna eða huldufólk, Ást, styrkur og alúð í hverri jólakúlu Sylvía hefur málað um 3.000 jólakúlur en þetta byrjaði allt á peninga­ lausum jólum þegar hún þurfti að redda jólagjöfum handa fólkinu sínu. Sylvíu þykir vænt um allar kúlurnar sem hún hefur málað á og hefur alltaf jafngaman af þeim ár eftir ár. Ketkrókur prýðir þessar jólakúlur, eftirvæntingarfullur með hangi­ ketið. Barnakúlurnar eru alltaf vinsælar. Hér hafa tvíburar fæðst. Gáttaþefur elskar ilminn af jóla­ steikinni. Sylvía málar líka fjölskyldu­ kúlur. Ætli hér sé kominn Pottaskefill? Englakúlurnar málar Sylvía af sér­ stakri alúð, ást og styrk. Hér er krúttlegt par að njóta í að­ draganda jólanna. Það má nú ekki vanta Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn. Listakonan Sylvía Björgvins Vinjars hefur vakið töluverða athygli fyrir gullfallegar og einstakar handmálaðar jólakúlur með ýmiss konar persónulegu myndefni. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Star Wars eða þriðja augað. Svo er líka allt af vinsælt að fá gæludýrin á kúlur.“ Mörg þúsund jólakúlur „Í ár er ég líklega búin að mála á um 60 kúlur, en það er mismikið eftir árum hversu mikið er að gera hjá mér og hversu margar kúlur ég mála á. Ætli ég hafi ekki allt í allt málað á einhvers staðar á milli 2.000 og 3.000 jólakúlur. Mér þykir ótrúlega vænt um allar kúlurnar sem ég hef málað og hef merkilega gaman af þeim ár eftir ár. Mér finnst alltaf gaman að gera kúlur eftir teikningum barna. Það er auðvitað ekki mín list- sköpun, en ég ímynda mér gleðina þegar börnin opna pakkann og sjá myndina sína á kúlu, og það gleður mig.“ Fullt af ást í hverri kúlu Þær allra uppáhalds og eftirminni- legustu kúlurnar segir Sylvía þó vera englakúlurnar. „Það eru þær sem ég geri fyrir fólk sem hefur misst börn. Englakúlurnar eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég vanda mig extra við þær og hugsa sérstaklega fallega og set fullt af ást og styrk í þær.“ Jólakúlurnar hennar Sylvíu og aðra listmuni má finna á Facebook -síðu hennar, Sylvía Björgvins Vinjars, og á Instagram. Undanfarið hefur Sylvía einnig unnið að skemmtilegu verkefni með stráknum sínum og tengda- dóttur. „Þetta er spil sem heitir Reckless Sloths. Spilið er hans hug- myndavinna og ég sé um teikni- hliðina. Spilið er núna á Kickstar- ter og hefur gengið ótrúlega vel.“ Mig langar alltaf mjög mikið að vera kúl og töff og segja eitt hvað stórt sem lista- maður. En svo sogast ég ósjálfrátt til baka í að vera krútt og gera eitt- hvað dúllu legt og fallegt Sylvía Björgvins Vinjars Nú einnig á netinu – veromoda.is Jólakjólar og mjúkir pakkar 24. nóvember 2020 JÓL 2020 74 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.