Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 24.11.2020, Qupperneq 98
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@ frettabladid.is Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir stofnaði Facebook-hópinn Jóla- kraftaverk árið 2014 til að hjálpa fólki sem er í vandræðum með að gefa börnum undir 18 ára aldri jólagjafir. Í dag fer starfsemin fram undir stjórn stjórnenda hópsins, þeirra Öldu, Hafrúnar, Hólm- fríðar og Elsu. Jólin eru mörgum mjög erfiður tími og því miður eru margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa ekki fjármagn til að gera eins vel við sína nánustu og þau langar. „Hópurinn þjónar í rauninni eins og milliliður og tengir saman fólk sem þarf hjálp og fólk sem vill hjálpa. Fólk sem veit að það mun eiga erfitt um jólin leitar til hans og það er auglýst eftir fólki sem hefur áhuga á að hjálpa,“ segir Védís. „Í ár var settur af stað spurninga- listi mjög snemma til að athuga hverjir væru til í að hjálpa og það var mikill fjöldi fólks sem ætlaði að gera það. Það er magnað að sjá hversu margir vilja leggja fram hjálparhönd. Þeir sem sjá fram á að eiga erfitt geta sent skilaboð á stelpurnar í stjórninni og sagt hvernig gjöfum er óskað eftir. Við höfum reyndar lítið verið í matargjöfum, það eru aðrir sem sinna því,“ segir Védís. „Svo er auglýst eftir ákveðinni gerð af gjöf í hópnum og þá getur einhver tekið að sér að gefa hana, annaðhvort með beinu sambandi við þann sem bað um hjálp eða í gegnum stelpurnar. Það er samt aldrei nein pressa á neinn eða skylda að gera neitt. Við vitum að það eru fjölskyldur um allt land sem þurfa hjálp um jólin og ég vissi að þetta yrði erfitt ár út af COVID og það hefur sýnt sig, það hafa margar beiðnir um hjálp komið snemma og núna erum við að auglýsa eftir jólaálfum Andvökuhugmynd sem vatt upp á sig Védís Kara Reykdal Ólafs- dóttir stofnaði Facebook-hóp- inn Jólakrafta- verk árið 2014 og ætlaði fyrst bara að hjálpa með jólakjóla, en hugmyndin fór á flug og vatt upp á sig. Margir vildu hjálpa og marga vantaði aðstoð og eitt árið voru afgreiddar yfir 1.000 gjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SGTRYGGUR ARI Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir stofnaði hóp sem heitir Jóla- kraftaverk á Facebook. Hópur- inn gerir fólki sem þarf aðstoð við að kaupa jólagjafir fyrir börn og þeim sem vilja hjálpa þeim kleift að ná saman. sem geta hjálpað,“ segir Védís. „Ég hef heyrt það frá fólki sem tekur þátt, til dæmis einni sem tók þátt í þrjú ár, að það gefi þeim mjög mikið að geta hjálpað einhverjum.“ Leiddist í fæðingarorlofi Védís segir að hugmyndin á bak við þetta hafi fæðst á andvökunótt um jólin 2014. „Þetta voru fyrstu jólin hjá næst- yngstu stelpunni minni og hún var búin að sofa mjög illa. Fyrst ætlaði ég bara að hjálpa með jólakjóla, ekkert meira, en svo vatt þetta svona svakalega upp á sig eftir að þessi hópur fór eins og eldur í sinu um allt Facebook,“ segir Védís. „Ég saumaði nokkra kjóla og fékk svo hjálp við aðrar gjafir. Ég týndist í þessu á þessum tíma, ég var búin að klára allan minn jólaundirbún- ing og var að finna leiðir til að láta mér ekki leiðast. Maðurinn minn var að vinna 12 tíma vaktir og ég var í fæðingarorlofi. Ég kunni enga fatahönnun né að sauma kjóla, þetta kom bara með æfingunni. Það er kannski skrítið að taka upp á því að sauma kjóla, en ég er puttaóð og þarf að gera eitthvað með höndunum og þetta var leið til þess,“ segir Védís. „Svo stigmagnaðist þetta út í það sem þetta er í dag.“ Védís segist aldrei hafa þurft að leitast eftir að fá fólk til að taka þátt í starfinu. „Þetta varð mjög stór hópur mjög fljótt og við erum enn að fá beiðnir um inngöngu. Ég veit ekki hvort það er fólk sem er að leita eftir hjálp, vilja hjálpa eða eru bara að fylgjast með. Við hleypum öllum inn. Núna eru meðlimirnir yfir sex þúsund og við erum fimm í stjórninni,“ segir Védís. „Umfang verkefnisins er breytilegt á milli ára en þetta er sífellt að stækka og eitt árið voru afgreiddar yfir 1.000 gjafir.“ Einn gaf 30 þúsund alveg nafnlaust Védís segir að það sé ein minning úr starfinu sem standi sérstaklega upp úr. „Ég held að það hafi verið á þriðja árinu sem ég fékk símtal frá einhverjum manni sem vildi gefa peninga til fjölskyldu í neyð algjör- lega nafnlaust,“ segir hún. „Þetta situr smá í mér, en ég held að hann hafi gefið þremur fjölskyldum 10 þúsund krónur og náði einhvern veginn að gera millifærsluna í bankanum alveg nafnlausa, sem ég vissi ekki að væri hægt. Ef þú vilt leggja fram hjálpar- hönd ræðurðu alveg hversu mikið þú gefur og hversu mikið þú treystir, þetta er bara spurning um hvort þú vilt hjálpa eða ekki,“ segir Védís. „Auðvitað er alltaf hætta á skemmdum eplum sem reyna að misnota svona starf- semi, en það hafa komið upp mjög fá tilfelli þess á þeim langa tíma sem við höfum staðið fyrir þessu, að minnsta kosti sem við höfum orðið varar við. Sumir kjósa að leggja frekar inn fyrir gjöfum og þá sendum við alltaf kvittanir til að sýna að við setjum ekki krónu í eigin vasa,“ segir Védís. „Við höfum líka fengið hjálp frá fyrirtækjum og tökum bara allri aðstoð opnum örmum.“ Við vitum að það eru fjölskyldur um allt land sem þurfa hjálp um jólin og ég vissi að þetta yrði erfitt ár út af COVID og það hefur sýnt sig, það hafa margar beiðnir um hjálp komið snemma og núna erum við að auglýsa eftir jólaálfum sem geta hjálpað. Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 24. nóvember 2020 JÓL 2020 76 FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.