Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 95
Votheyið, innbyrðis samband þátta
• Gerjunarafurðir.
Mjólkursýran er sú geijunarafurð sem er hvað eftirsóknarverðust f votheyi. Hún hefur
mikla jákvæða fvlgni við sláttutfma (þroska grasanna), og fjölsykrur (síerkju og frúktana)
en ekki við leysanlegar sykrur í grasinu á velli. Eins og við má búast eru sterk jákvæð tengsl
milli log líftölu og log gram jákvæðra gerla og mjólkursýru. Mjólkursýran sýnir hins vegar
neikvæða fvlgni við hráprótein hvort sem er í hráefninu við slátt eða gerjuðu votheyinu.
Ammoniak virðist vera mjög sterkt vísbendi á gerjunareiginleikana í votheyinu. Það
hefur iákvæða fvleni við etanol, hráprótein, proteolytiska gerla, smjörsýrugerla og því sem
næst beint línulegt samband við pH. Ammoniakið hefur neikvæða fvlgni við mjólkursýru
og mjólkursýrugerla.
• Gerfar. Ekki hefur áður gefist tækifæri til að tengja saman mælingar á efnasamsetningu
grasanna og örveruflóru votheysins úr þeim. Þótt grundvöllur flestra gerjunarferlanna sé í
aðalatriðum þekktur, styrkja niðurstöður örverurannsóknanna niðurstöður efnamælinganna.
Tengsl hrápróteins í grasi, fjöldi smjörsýrugerlagróa og ammoniaks eru skýr, sem og tengsl
mjólkursýru og mjólkursýrugerla.
• pH. Sýrustigið er eins og búast má við, sterkur mælikvarði á gerjunareigineika
votfieysins. Votheyið verður að jafnaði súrara því seinna sem slegið er um fjölsykrumagnið
vex og hrápróteinið minnkar í grasinu. Athyglivert er að ammoniakmagnið f súrheyinu
fylgir jákvætt pH eftir nær beinni línu (r= 0,96). Á móti fellur mjólkursýra og
mjólkursýrugerlar með pH.
• Einkunn. Votheyssýnunum voru gefnar gæðaeinkunnir sem byggjast á lit lykt og
útliti. Þessir þættir svna iákvætt samband við einkunn: Frúktan, log Iíftala, log gram jákvæðir
gerlar, mjólkursýra, þurrefni og sláttutími. Þessir þættir sýna neikvætt samband við
gæðaeinkunn: bufferhæfni, ediksýra, log gró próteolytiskra gerla, smjörsýrugerlar,
ammoniak, og pH. (þættimir eru taldir upp í röð eftir minnkandi vægi fylgnistuðla). Glögg
jákvæð fylgni sláttutíma annars vegar og mjólkursýru, líftölu og fjölda gramjákvæðra gerla
í votheyinu hins vegar er hugsanlega hægt að skýra með tilvísun til írskra rannsókna (Moran
og O'Kiely 1989) sem benda til þess að fjöldi mjólkursýrugeria sé mestur á eldri og deyjandi
plöntuhlutum, en þeim fjölgar er lfður á þroska grasanna. Neikvæð fylgni smjörsýrugerla
við sláttutfma var mjög glögg. Þannig benda niðurstöðumar til þess að vothey úr snemmslegnu
heyi sé jafnlakara en vothey úr hinu síðslegna, og/eða að vanda þuríi sérstaklega til verkunar
snemmslægjunnar.
Örverur í votheyinu, mældir þættir og þýðing þeirra
• Líftala: er mælikvarði á heildar geriaíjölda/ml sýnis, enda er hér notað ósérhæft æti.
Þessi mæling á m.a. að ná til allar mjólkursýrugeria. • Gram jákvæðir gerlar (Gram+). Þetta
85